BERSERKJARHRAUN

 
 
berserkjarhraun_Banner.jpg
 
 

TILKOMUMIKIÐ 4000 ÁRA HRAUN

Berserkjahraun er 4000 ára hraun í vestanverðri Helgafellssveit og rann úr gígum norðan Kerlingaskarðs.

Nafnið Berserkjahraun kemur úr Eyrbyggjasögu en þar segir frá að bóndi einn í Bjarnarhöfn hafi flutt tvo sænska berserki til landsins. Hann bað síðar bróður sinn, Víga-Styr, að taka við berserkjunum en hann bjó hinum megin við hraunið. Annar berserkinn varð ástfanginn af dóttur Víga-Styrs og vildi giftast henni. Víga-Styr gerði samning við berserkjann og sagði að hann yrði að leysa nokkrar þrautir áður en hann gæti gifst dóttur sinni. Meðal annars þurftu berserkirnir að ryðja götu í gegnum hraunið til Bjarnarhafnar. Taldi hann að þetta gæti aldrei gengið upp. En það rann á þá berserksgangur og kláruðu þeir götuna til Bjarnarhafnar á skömmum tíma. Í stað þess að standa við gefið loforð drap Víga-Styr berserkina og gróf þá nærri götunni sem þeir höfðu lagt.

Berserkjahraun rann úr fjórum gjallgígum með einhverju millibili fyrir um 4000 árum. Hraunið rann niður hlíðar Bjarnarhafnarfjalls og út í sjó við Hraunsfjörð og Hraunsvík.