Back to All Events

FHH Trio á Narfeyrarstofu

FHH Trio í Vínstúkunni á Narfeyrarstofu laugardaginn fyrir páska!

FHH trio samanstendur af bræðrunum Hinriki Þór og Friðriki Erni ásamt saxafónleikaranum Harvey Parkin-Christie, en þetta verður í fyrsta sinn sem þeir þrír koma fram saman.

Hinrik og Friðrik hafa spilað mikið saman í ýmsum verkefnum frá barnsaldri og ber þar helst að nefna rokkhljómsveitina Hyl, sem er flestum Hólmurum kunnug. Þeir eru báðir útskrifaðir úr jazznámi við tónlistarskólann MÍT og stunda nú báðir háskólanám í tónlist. Hinrik er í jazzflytjendanámi við Leeds Conservatoire í Bretlandi og Friðrik er í tónsmíðanámi við Listaháskóla Íslands.

Hinrik og Harvey kynntust í námi úti í Leeds og hafa mikið spilað saman. Þeir eru meðal annars búnir að vinna saman að plötunni “Týndur í Tímarými” sem kemur út seinna á þessu ári.

Leikin verða valin lög úr lagasafni af norðurhveli jarðar, með áheyrslu á skandinavískum þjóðlögum og tónsmíðum.

FHH trio:
Friðrik Örn Sigþórsson: Kontrabassi.
Hinrik Þór Þórisson: Trommur.
Harvey Parkin-Christie: Tenór- og Sópran-saxafónn.