Vendipunktar/Tipping points - sýning í tilefni 180 ára afmæli veðurmælinga Árna Thorlaciusar
Oct
11
to 21 Nov

Vendipunktar/Tipping points - sýning í tilefni 180 ára afmæli veðurmælinga Árna Thorlaciusar

Í framhaldi af málþinginu Andvarinn í himinsfari -180 ára afmæli veðurmælinga Árna Thorlaciusar, mun opna sýningin Vendipunktar/Tipping points í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla.

Loftslags vendipunktar (e. climate tipping points) hafa talsvert verið í umræðunni í tengslum við yfirstandandi loftslagsbreytingar af mannavöldum. Í grunninn má segja að Vendipunktur eigi við um það ferli sem á sér stað þegar röð smærri breytinga innan ákveðins kerfis verða nægilega veigamiklar til þess að valda stærri og varanlegri breytingum á því kerfi. Jörðin sjálf er gott dæmi um slíkt kerfi þar sem allir þættir hennar eru samtengdir - og við meðtalin - á einn eða annan hátt.

Í gegnum jarðsöguna hefur jörðin farið í gegnum fjölmarga vendipunkta á sinni þróunarleið og eru þeir því mikilvægir sem slíkir. Óhætt er að segja að hún muni áfram lifa þá vendipunkta sem vofa yfir okkur um þessar mundir þó annað eigi kannski við um mannkynið sjálft. Sjónarhornið skiptir því sköpum í að skilja núverandi ástand - og eins og með allt í þessari veröld er sjónarhornið aldrei bara eitt.

Kallað var eftir verkum listafólks undir þemanu Vendipunktar til þess að miðla bæði hugtakinu ásamt mikilvægi breytinga, þó afleiðingarnar geti verið mismunandi, með það að markmiði að dýpka innsýn inn í þessa ferla og skapa samtal milli lista, vísinda og samfélagsins. Listafólki var gefin frjálsa túlkun á þessu hugtaki án þess að hlekkja það við fyrirfram ákveðin kerfi.

Listamenn sem eiga verk á sýningunni Vendipunktar:
Anna Jóa
Deepa R. lyengar
Einar Falur Ingólfsson
Gudrita Lape
Halldór Kristjánsson
Hjördís Gréta Guðmundsdóttir
Íris María Leifsdóttir, Antonía Bergþórsdóttir, Alberta Parnuuna, Vikram Pradhan
Karí Ósk Grétudóttir
Þorgerður Jörundsdóttir
Þorgerður Ólafsdóttir

Sýningastjóri: Alda Rose Cartwright, verkefnastjóri fræðslu hjá Listasafni Árnesinga.
Verkefnstjóri: Hera Guðlaugsdóttur, jarðvísindamaður og veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Sýningin opnar laugardaginn 11. október kl. 16:00.
Öll hjartanlega velkomin, léttar veitingar í boði.

Verkefnið er stutt af Safnaráði, Uppbyggingarsjóði Vesturlands og Sveitarfélaginu Stykkishólmi.

View Event →
Góðir hálsar
Oct
25
to 2 Nov

Góðir hálsar

Ingibjörg H. Ágústsdóttir opnar fuglasýninguna Góðir hálsar kl. 13:00 laugardaginn 25. okt. í tilefni Norðurljósahátíðar í Stykkishólmi. Sýningin stendur til 2. nóv.

Opið verður milli kl. 12-16 út 2. nóvember.

View Event →
Nærandi prjónahelgi í Stykkishólmi
Oct
31
to 2 Nov

Nærandi prjónahelgi í Stykkishólmi

Sjávarborg stendur fyrir nærandi prjónahelgi þar sem prjón, jóga, samvera, gleði og góður matur er í fyrirrúmi.

Föstudagur 31. okóber
Bubbluprjón
Kvöldmatur, tómatsúpa með súrdeigsbrauði
Prjónað og hlegið fyrir svefninn.

Laugardagur 1. nóvember
Morgunhressing Prjónajóga, Laufey Ása jógakennari
Brunch, beyglu- og quiche hlaðborð

Kristín Brynja, arkitekt og prjónahönnuður, segir frá einrúm garninu (einrum.is) og tilurð þess. Hvernig hún eftir langt nám, fyrst sem innanhússarkitekt og síðan sem arkitekt, tók upp á því að framleiða garn úr íslenskri ull og silki og snéri sér að hönnun prjónauppskrifta. Kristín Brynja kennir hvernig búa má til tölur með garni sem nýtist við flest verkefni.

Pönnukökur og prjón

Kvöldverður á Sjávarpakkhúsinu (ekki innifalinn í verði)

Sunnudagur 2. nóvember
Morgunhressing Prjónajóga, Laufey Ása jógakennari

Brunch, grilluð brauðsneið með lárperu og salati

Garnverslun í bílskúrnum, kl.13-15
Kristín Brynja verður með úrval af einrúm garni og uppskriftum. Afsláttur af einrúm garni

Prjónakaffi og kveðjustund

Verð 39.900 kr. Einstaklingsherbergi 43.900 kr.

Verslunin Kram, sundlaugin, Norska húsið og Loppu Sjoppan eru opin yfir helgina.

View Event →
Jólahlaðborð á Fosshótel Stykkishólmi
Nov
15
to 29 Nov

Jólahlaðborð á Fosshótel Stykkishólmi

Fosshótel Stykkishólmur verður í sannkölluðu hátíðarskapi og býður upp á glæsilegt jólahlaðborð á völdum dögum aðventunnar. Eigðu einstaka hátíðarstund með fjölskyldu, vinum eða vinnufélögum. Aðeins um tveggja tíma akstur frá Reykjavík í jólabæinn Stykkishólm.

Jólahlaðborð 15.900 kr. á mann

Skemmtiatriði: Benni Sig trúbadour ásamt Magga Gumm halda uppi stuðinu

Tilboð fyrir tvo með gistingu 52.900 kr.
Standard herbergi með morgunverði ásamt jólahlaðborði
Auka nótt með morgunverði: 24.900 kr.

Tilboð fyrir einn með gistingu 35.800 kr. 
Standard herbergi með morgunverði ásamt jólahlaðborði
Auka nótt með morgunverði: 22.100 kr.

Uppfærsla í Standard Plus herbergi: 5.000 kr 

Dagsetningar:

  • 15. nóvember 

  • 21. nóvember 

  • 22. nóvember

  • 28. nóvember

  • 29. nóvember

Fyrir frekari upplýsingar og til að bóka, vinsamlegast hringið í síma 430 2100 eða sendið tölvupóst á stykkisholmur@fosshotel.is

Bjóðum sérkjör fyrir hópa, frekari upplýsingar í tölvupósti.

View Event →
Aðventuhelgi í Stykkishólmi
Nov
28
to 30 Nov

Aðventuhelgi í Stykkishólmi

Láttu jólastemninguna umvefja þig í Stykkishólmi!

Drög að dagskrá, meira á eftir að bætast við.

Föstudagurinn 28. nóvember

Narfeyrarstofa 17:00-19:00: Búbblur eða jólabjór með ostabakka fyrir tvo vínstúkunni skálum fyrir aðventunni.

19:00 Fosshótel: Jólahlaðborð bókanir á stykkisholmur@fosshotel.is.

20:00 Stykkishólmskirkja: Jólatónleikar kórana á Snæfellsnesi.

Laugardagur 29. nóvember

09:00-11:00 Nýrækt: Hittið kindurnar í Nýrækt 4 (fjólubláu fjárhúsin). Krúttmundur og co hlakka til að fá knús.

11:00-13:00 Amtsbókasafnið: Lína langsokkur, föndursmiðja og ratleikur.

12:00-15:00 Norska húsið: Jólamarkaður.

15:00 Íþróttamiðstöðin: Körfuboltaleikur, Snæfell - Fjölnir. 1. deild kvenna.

16:00-18:00 Hótel Egilsen: Heitt súkkulaði & jólaglögg.

19:00 Fosshótel: Jólahlaðborð bókanir á stykkisholmur@fosshotel.is.

*Narfeyrarstofa lokað vegna einkasamkvæmis.

Sunnudagur 30. nóvember

14:00-16:00 Fosshótel: Jólabasar Kvenfélagsins.

View Event →
Jólamarkaðir í Norska húsinu
Nov
29
to 18 Dec

Jólamarkaðir í Norska húsinu

Matar- og handverksmarkaðir í Norska húsinu - BSH.
Laugardaginn 29. nóv kl. 12-15.
Fimmtudagskvöldið 11. des. kl. 20-22. Fimmtudagskvöldið18. des. kl. 20-22.

Öll hjartanlega velkomin.
Þeir sem vilja taka þátt í markaðnum geta haft samband í s. 433-8114/865-4516 eða á netfangið info@norskahusid.is

View Event →

Oct
26
2:00 pm14:00

Húlladúllan í Stykkishólmi

GERÐU ÞINN EIGIN HÚLLAHRING Í
STYKKISHÓLMI.

Komdu og hannaðu þinn eigin húllahring undir stjórn Húlladúllunnar! Við skreytum húllahringi með flottum og litríkum límböndum og eignumst þannig frábært leikfang til að
taka með heim! Svo sýnir Húlladúllan flott húllaatriði og kennir okkur allskonar skemmtileg húllatrix.
Athugið að það er æskilegt að tíu ára og yngri mæti í fylgd foreldra eða eldri systkina, sem geta aðstoðað þau við að skreyta hringinn svo hann verði sem best heppnaður.
Þátttakendur greiða efniskostnað sem er 1500 krónur og fá húllahringinn sem þeir gera til eignar. Hringirnir eru settir saman sérstaklega fyrir hvern þáttakanda svo þeir passi sem nýjum
eiganda fullkomlega. Því er forskráning nauðsynleg! Smellið hér til að skrá þátttakendur til leiks: https://forms.gle/7CVHquKqmzsCfA3t5
Smiðjan fer fram í Amtsbókasafninu. Hún hefst klukkan 14:00 og stendur til klukkan 15:30. Sjálf húllahringjagerðin tekur um það bil hálftíma.

Sýningin er partur af Barnamenningarhátíð Vesturlands - Barnó - BEST MEST VEST.

View Event →
Oct
26
11:30 am11:30

Ljósagull í Stykkishólmi

LJÓSAGULL

Ljósagull er hugljúft en spennandi ævintýri sem heillar alla fjölskylduna og hentar ungum börnum vel. Húlladúllan flytur frumsamið ævintýri og ljær því líf með tindrandi LED
sirkusáhöldum af ýmsu tagi. Að sýningunni lokinni fá börnin að stíga inn á sviðið og leika að ljósagullum Húlladúllunnar.
Viðburðurinn fer fram í Amtsbókasafninu Stykkishólmi og hefst klukkan 11:30. Sjálf sýningin tekur 15 mínútur í flutningi og leiktíminn á eftir stendur í 45 mínútur. Aðgangur er ókeypis.

Sýningin er partur af Barnamenningarhátíð Vesturlands - Barnó - BEST MEST VEST.

View Event →
Hljómsveitin Skelbót á Norðurljósum
Oct
25
9:00 pm21:00

Hljómsveitin Skelbót á Norðurljósum

Þrátt fyrir að vera ekki ársgömul ætlar hljómsveitin Skelbót frá Stykkishólmi að troða upp í annað sinn. Nú innandyra og standandi. Á meðan innviðaráðherra hugsar um úthlutun skelbóta hafa hljómsveitarmeðlimir Skelbótar verið að æfa sig í að spila lög á fjölmörgum tungumálum (þ.m.t. tungumáli ástarinnar). Endilega kíktu við og taktu þátt í skemmtana- og menningarlífi Hólmara. Skelbót skipa: Jón Sindri, Gísli Sveinn, Siggi Grétar, Nonni Mæju og Snæbjörn.

View Event →
Kvennaraddir
Oct
25
4:30 pm16:30

Kvennaraddir

Sunna Guðný Högnadóttir lítur aftur til BA-ritgerðar sinnar frá 2013 um póstfemínísk viðhorf í íslenskum skvísubókum. Í fyrirlestrinum veltir hún fyrir sér hvernig hugmyndir um kvenleika, frelsi og þrýsting birtust þá – og hvernig þær lifa enn í menningu samtímans, frá Makalaus til samfélagsmiðla.

Það verður boðið upp á léttar skvísulegar veitingar.

Viðburðurinn er styrktur af Bókasafnasjóði og hluti af verkefninu Læsi á stöðu og baráttu kvenna en almenningsbókasöfn um land allt sameina krafta sína undir merkjum verkefnisins í tilefni af Kvennaárinu 2025.

View Event →
Oct
25
12:00 pm12:00

Markaður í Lions húsinu

Úrval verslana verða með markað í Lionshúsinu á Norðurljósahátíðinni í Stykkishólmi!

Húsið er opið kl 12-17

Cordia Kids: https://cordiakids.com/

Feel Fine: https://feelfine.is/

Hjal verslun: https://hjal.is/

La Brújería: https://www.labrujeria.is/es

Maruska: https://maruska.is/

Sælar: https://saelar.is/

Valería kaffibrennsla: https://valeria.is/

Hlökkum til að taka á móti ykkur!

View Event →
Músik Bingó Fanneyjar á Fosshótel
Oct
24
9:00 pm21:00

Músik Bingó Fanneyjar á Fosshótel

Músík Bingó – kvöld fullt af fjöri og góðri tónlist!
Í stað þess að kalla út tölur eru spiluð vinsæl lög sem þú þarft að þekkja. Komdu með vinunum, njóttu tónlistarinnar og sjáðu hvort þú náir BINGÓ!

Glæsilegir vinningar
Miðaverð: 1.500 kr. (3 spjöld innifalin)
Miðar seldir við hurð
18 ára aldurstakmark

Eitt mesta stemmningskvöld ársins – og þú ætlar að mæta!

View Event →
Kvennaverkfall í Stykkishólmi
Oct
24
2:00 pm14:00

Kvennaverkfall í Stykkishólmi

Stundin er runnin upp! Konur og kvár ganga út frá sínum störfum kl 14:00 og hittast á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi. Farið verður yfir sögu kvennabaráttunnar hér í Stykkishólmi með frásögnum nokkurra kvenna, boðið uppá kaffi og horft á beint streymi frá baráttufundi á Arnarhóli. Áfram konur og kvár!

View Event →
Opnunarhátíð á Norðurljósum
Oct
23
8:22 pm20:22

Opnunarhátíð á Norðurljósum

Opnunarhátíð Norðurljósahátíðar verður í Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 23. október kl. 20:00.

Tónlistaratriði:

Birta Sigþórsdóttir

Friðrik Sigþórsson

Bence Petö

Jón Dagur Jónsson

László Petö

Sævar Helgi Bragason, Stjörnu Sævar segir okkur allt sem við þurfum að vita um almyrkann 2026.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms mun veita heiðursviðurkenningu fyrir störf að menningar- og félagsmálum.

Öll hjartanlega velkomin.
Enginn aðgangseyrir.

View Event →
Norðurljósin - menningarhátíð í Stykkishólmi
Oct
22
to 26 Oct

Norðurljósin - menningarhátíð í Stykkishólmi

Norðurljósin menningarhátíð í Stykkishólmi, verður haldin dagana 22. - 26. október.

MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER

17:00-20:00 Kram: Bleikur dagur í Kram.

FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER

12:00 Grunnskólinn í Stykkishólmi: Stjörnu Sævar fræðir nemendur um almyrkvann sem verður 12. ágúst 2026.

13:00-16:00 Norska húsið - BSH: Sýningin Vendipunktar, sem sett var upp í tilefni 180 ára afmælis veðurmælinga Árna Thorlaciusar.

16:30 Skipavík verslun: Kökubasar 9. bekkjar - fjáröflun fyrir útskriftarball.

18:00 Hólmgarður: Ljósahátíð leikskólans, lýsum upp myrkrið og eigum saman fallega stund í nafni vináttu og kærleika.

20:00 Stykkishólmskirkja: Opnunarhátíð, tónlistaratriði, heiðrun, Stjörnu Sævar segir okkur allt sem við þurfum að vita um almyrkann 2026. Enginn aðgangseyrir.

FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER

13:00-16:00 Norska húsið - BSH: Sýningin Vendipunktar, sem sett var upp í tilefni 180 ára afmælis veðurmælinga Árna Thorlaciusar.

14:00 Amtsbókasafnið: Kvennaverkfall - Stundin er runnin upp ! Konur og kvár ganga út frá störfum sínum kl. 14:00 og hittast á Amtsbókasafninu. Kjarnakonur segja frá, boðið uppá kaffi og með því, og horft á beint streymi frá baráttufundi á Arnarhóli. Við mætum þar til við þurfum ekki að mæta lengur.

19:15 Íþróttamiðstöðin: Körfuboltaleikur, Snæfell - Þór AK. 1. deild karla.

21:00 Fosshótel: Músik bingó Fanneyjar - kvöld fullt af fjöri og góðri tónlist! Í stað þess að kalla út tölur eru spiluð vinsæl lög sem þú þarft að þekkja. Komdu með vinunum, njóttu tónlistarinnar og sjáðu hvort þú náir BINGÓ! Glæsilegir vinningar. Miðaverð: 1500 kr. (þrjú spjöld innifalin). Miðar seldir við hurð og 18 ára aldurstakmark. Eitt mesta stemningskvöld ársins – og þú ætlar að mæta!

LAUGADAGUR 25. OKTÓBER

11:00-11:30 Íþróttamiðstöðin: Meistaraflokks stúlkur- og piltar verða með opið hús.

12:00-14:00 Amtsbókasafnið: Listasmiðja, Heiðrún Jensdóttir býður upp á listasmiðju fyrir börn á öllum aldri.

12:00-15:00 Norska húsið - BSH: Sýningin Vendipunktar, sem sett var upp í tilefni 180 ára afmælis veðurmælinga Árna Thorlaciusar.

12:00-17:00 Lions húsið: Markaður.

13:00-17:00 Tang og Riis: Góðir hálsar, Ingibjörg H. Ágústsdóttir opnar fuglasýningu.

13:00-16:00 Gamla kaupfélags frystihúsið: Holy Cow verslunin sprettur upp í vinnustofu Önnu Sigríðar. Fatnaður skart og allskonar framandi og fallegt.

13:00 Íþróttamiðstöðin: Körfuboltaleikur, Snæfell - Njarðvík 12. flokkur karla.

14:00-16:00 Hraunháls: Vetrarblót, Fyrstu sporin í Eyrbyggjusögurefil tekin! Spjallað um söguna, tónlist og kveðskapur.

14:00-16:00 Amtsbókasafnið: Kaffihús Lionskvenna.

16:30 Amtsbókasafnið: Kvennaraddir, Sunna Guðný Högnadóttir fjallar um skvísubókmenntir í femínísku samhengi.

20:00 Gamla kirkjan: Samsöngur. Komdu og syngdu af list í öruggu umhverfi! Kristbjörg Hermannsdóttir, Hólmgeir Þórsteinsson, Haukur Garðarsson, Valbjörn Snær Lilliendahl og Hafþór Guðmundsson leiða samsöng þar sem enginn verður dæmdur.

21:15 Smiðjustígur 3: Tónleikar, þrátt fyrir að vera ekki ársgömul ætlar hljómsveitin Skelbót frá Stykkishólmi að troða upp í annað sinn. Nú innandyra og standandi. Á meðan innviðaráðherra hugsar um úthlutun skelbóta hafa hljómsveitarmeðlimir Skelbótar verið að æfa sig í að spila lög á fjölmörgum tungumálum (þ.m.t. tungumáli ástarinnar). Endilega kíktu við og taktu þátt í skemmtana- og menningarlífi Hólmara. Skelbót skipa: Jón Sindri, Gísli Sveinn, Siggi Grétar, Nonni Mæju og Snæbjörn.

22:30 Narfeyrarstofa: Lifandi tónlist, Svenni Davíðs heldur uppi fjörinu!

SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER

12:30 Amtsbókasafnið: Ljósagull Húlladúllunnar – Ljósagull er hugljúf en spennandi ævintýri sem heillar alla fjölskylduna og hentar ungum börnum vel. Húlladúllan flytur frumsamið ævintýri og ljær því líf með tindrandi LED sirkusáhöldum af ýmsu tagi. Að sýningunni lokinni fá börnin að stíga inn á sviðið og leika að ljósagullum Húlladúllunnar. Sýningin tekur 15 mínútur í flutningi og leiktíminn á eftir stendur í 45 mínútur.

12:00-15:00 Norska húsið - BSH: Sýningin Vendipunktar, sem sett var upp í tilefni 180 ára afmælis veðurmælinga Árna Thorlaciusar.

13:00-17:00 Tang og Riis: Góðir hálsar, fuglasýning Ingibjargar H. Ágústsdóttur opin.

13:00 Íþróttamiðstöðin: Körfuboltaleikur, Snæfell - Vestri 10. flokkur stúlkna.

14:00 Amtsbókasafnið: Komdu og hannaðu þinn eigin húllahring undir stjórn Húlladúllunnar! Við skreytum húllahringi með flottum og litríkum límböndum og eignumst þannig frábært leikfang til að taka með heim! Svo sýnir Húlladúllan flott húllaatriði og kennir okkur allskonar skemmtileg húllatrix. Athugið að það er æskilegt að tíu ára og yngri mæti í fylgd foreldra eða eldri systkina, sem geta aðstoðað þau við að skreyta hringinn svo hann verði sem best heppnaður.

Þátttakendur greiða efniskostnað sem er 1500 krónur og fá húllahringinn sem þeir gera til eignar. Hringirnir eru settir saman sérstaklega fyrir hvern þáttakanda, svo þeir passi nýjum eiganda fullkomlega er forskráning nauðsynleg! Skráningform er á facebook síðu viðburðarins - Húlldúllan í Stykkishólmi. Sjálf húllahringjagerðin tekur um það bil hálftíma.

Opnunarhátíð:

Birta Sigþórsdóttir

Friðrik Sigþórsson

Bence Petö

Jón Dagur Jónsson

László Petö

Sævar Helgi Bragason

View Event →
Andvarinn í himinsfari - málþing í tilefni 180 ára afmæli veðurmælinga Árna Thorlaciusar
Oct
11
11:00 am11:00

Andvarinn í himinsfari - málþing í tilefni 180 ára afmæli veðurmælinga Árna Thorlaciusar

Í nóvember 2025 verða 180 ár liðin frá því að Árni Thorlacius hóf samfelldar veðurfarsmælingar í Stykkishólmi sem hafa staðið óslitið síðan. Árni fæddist árið 1802 og varð umsvifamikill verslunar- og fræðimaður í Stykkishólmi eftir að hann kom heim úr námi frá Kaupmannahöfn. Þessar mælingar eru taldar meðal elstu samfelldu veðurmælinga í Evrópu og árið 2019 veitti Alþjóðaveðurfræðistofnunin Stykkishólmsbæ viðurkenningu fyrir það afrek. Samfélagslegt mikilvægi þeirra er ekkert minna en hið hnattræna þar sem þær gefa okkur dýrmæta innsýn inn í nær tveggja alda veðurfarsbreytileika í Norður Atlantshafi og hafa þannig lengi gagnast við margskonar innlendar og alþjóðlegar loftslagsrannsóknir.

 

Í tilefni þessa afmælis verður efnt til málþings sem verður haldið í Vatnasafninu í Stykkishólmi 11. október næstkomandi. Megin þema málþingsins verða veðurmælingar Árna en til stendur að upphefja þennan hluta af sögu Stykkishólms og gera henni skýr skil samfélagslega sem og að setja mælingarnar í hnattrænt samhengi. Þýðing þeirra í alþjóðlegum loftslags rannsóknarverkefnum verður rædd en einnig vægi slíkra mælinga gagnvart yfirstandandi breytingum í veðurfari.

Markmiðið er að brúa bil milli samfélags og vísinda og skapa samtal þar á milli. Við fáum til þess aðstoð frá sjónarhorni listamanna varðandi þátt vísinda og náttúru í þeirra sköpun. Málþinginu líkur með opnun sýningar í Norska húsinu - Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla, með verkum listamanna undir þemanu Vendipunktar/Tipping Points.

 

Verkefnið er stutt af Safnaráði, Uppbyggingarsjóði Vesturlands og Sveitarfélaginu Stykkishólmi.

 

Dagskrá - 11. október kl. 13:00-16:00.

 

13:00: Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Stykkishólms setur þingið með stuttu erindi.
13:05: Á veðramótum: Eiríkur Valdimarsson, þjóðfræðingur hjá Rannsóknarsetri Háskólans á Ströndum, fer yfir veðurþekkingu þjóðar fyrr á tímum og nú.

13:25: Anna Melsteð, þjóðfræðingur, fjallar um lífið í Norska húsinu á tímum Árna og fjölskyldu.
13:45: Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, fjallar um mikilvægi þessara mælinga í loftslagsrannsóknum og hvernig fortíðin getur nýst okkur til að skilja framtíðina

14:05: Kaffihlé - Kvenfélagið Hringurinn, Stykkishólmi, sér um veitingar

14:35 Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, jarðfræðingur og vísindamaður, fjallar um rannsóknir sínar á ískjörnum Grænlandsjökuls og hvernig þær tengjast mælingum Árna.
14:55: Ole Martin Sandberg nýdoktor og heimspekingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, ræðir um óþekktar afleiðingar vegna loftslagsvár hér á Íslandi.
15:15: Þorgerður Ólafsdóttir listakona segir frá verkum sínum sem fjalla um samband mannsins við náttúruna í síbreytilegum heimi, þar sem hugmyndir um tíma, tengsl og skala eru í forgrunni.
15:35: Hera Guðlaugsdóttir frá Veðurstofu Íslands flytur samantekt.

Öll hjartanlega velkomin, aðgangur er ókeypis.
Gott væri að skrá sig á málþingið með því að senda tölvupóst á info@norskahusid.is eða heragudlaugs@gmail.com.

 

Listamenn sem eiga verk á sýningunni Vendipunktar:
Anna Jóa
Deepa R. lyengar
Einar Falur Ingólfsson
Gudrita Lape
Halldór Kristjánsson
Hjördís Gréta Guðmundsdóttir
Karí Ósk Grétudóttir
Íris María Leifsdóttir, Antonía Bergþórsdóttir, Alberta Parnuuna, Vikram Pradhan
Þorgerður Jörundsdóttir
Þorgerður Ólafsdóttir

 

Verkefnið er unnið með stuðningi bæjarstjórnar Sveitarfélagisns Stykkishólms, Safnaráðs og Sóknaáætlun Vesturlands.

View Event →
Hausttónleikar Kammerkórs Seltjarneskirkju í Stykkishólmskirkju
Sept
13
4:00 pm16:00

Hausttónleikar Kammerkórs Seltjarneskirkju í Stykkishólmskirkju

Kammerkór Seltjarneskirkju verður með tónleika í Stykkishólmskirkju 13. september klukkan 16:00. Falleg og fjölbreytt efnisskrá, bæði íslensk þjóðlög,kirkjuleg kórlög eftir íslensk og erlend tónskáld. Á efnisskánni er m.a. ensk kórtónlist frá Renaissance-tímanum ásamt Maríubæn eftir Arvo Part sem kórinn flytur á rússnesku.

Kórstjóri er Friðrik Vignir Stefánsson organisti Seltjarnarneskirkju.

Aðgangur 2.000 - ÖLL velkomin.

View Event →
Haustsýning - Leifur Ýmir Eyjólfsson sýnir málverk í Norska húsinu
Sept
6
to 9 Oct

Haustsýning - Leifur Ýmir Eyjólfsson sýnir málverk í Norska húsinu

Haustsýning - Leifur Ýmir Eyjólfsson sýnir málverk í Norska húsinu. Stykkishólmi.

Opnun 6. september kl. 14-17.

Undanfarið hefur Leifur kíkt til veðurs og skrifað hjá sér hugleiðingar þess efnis. Hann kíkir útum gluggann og kíkir í gættina. Kíkir líka stundum út. Útfrá þeim skissum hefur hann unnið málverk með akrýl á striga. Verkin eru afrakstur tilraunakennd ferlis, sem hefur verið töluvert langt en er mögulega rétt að byrja. Þrátt fyrir að verkin séu unnin hinum megin Faxaflóans er viðeigandi að viðra málverkin í Stykkishólmi þar sem rík hefð er fyrir veðurathugunum.

 

Leifur Ýmir Eyjólfsson (f.1987) býr og starfar í Reykjanesbæ. Hann útskrifaðist með bakkalárgráðu myndlistardeildar Listaháskóla Ísland árið 2013. Hann hefur tekið þátt í ýmsum samsýninga á vegum opinberra safna, gallería og listamannarekinna rýma. Þar má nefna Jólasýningu Ásmundarsals 2024. Landvist. Stóra Klofa, Landsveit. 2020. Fimmföld sýn. Listasafn Reykanesbæjar, Duus hús. 2019. Slæmur Félagsskapur. Opnunarsýning, Marshallhúsið. Gallerí Kling og Bang. 2017. Prent og vinir, samstarfsverkefni um fjölfeldi, hefur verið samofið hans ferli. Þar má nefna sýninguna Other hats/ Í ýmissa kvikinda líki í Listasafni Íslands 2017 og International Print center NY 2018. Prent og vinir sýningarstýrðu Jólasýningunni í samstarfi við Ásmundarsal 2018-2022. Hann hélt sýna fyrstu einkasýningu Handrit í Listasafni Reykjavíkur 2018. Fyrir þá sýningu hlaut hann hvatningarverðlaun Myndlistarverðlaunanna. Árið 2019 sýndi hann 102 grafík verk á sýningunni Handrit III hjá gallerí Listamönnum. Verk eftir hann eru í eigu opinberra safna og fjölda einstaklinga

Sýningin stendur til 9. október 2025.

View Event →
Miðnætursund með Sinfó
Aug
29
8:00 pm20:00

Miðnætursund með Sinfó

Sveitarfélagið Stykkishólmur, Svæðisgarður Snæfellsnes og Sinfóníuhljómsveit Íslands saman í sundi föstudaginn 29. ágúst frá kl. 20:00 til kl. 22:00. Njótum saman fallegra tóna Sinfóníurnar í heitum (og glænýjum) heilsupottum með heilnæman drykk í hönd.

Gaman að segja frá því að pottasvæðið í sundlaug Stykkishólms er nýuppgert - en með sama heilnæma *vatninu. Þá opnar sána og infrarauður klefi daginn fyrir Miðnætursund með Sinfó í sundi - Stykkishólmur.

*Einstakt vottað vatn:
Heilsuefling Stykkishólms ehf hefur hlotið vottun á heita vatninu í Stykkishólmi. Sú vottun kemur frá þýskri stofnun, Institut Fresenius, sem sérhæfir sig í vatns- og umhverfisvottun. Segja þeir vatnið sérstaklega gott og þá einna helst við stoðkerfasjúkdómum en mæla einnig með því til drykkjar líkt og tíðkast víða í Evrópu. En þar drekka menn salt-og steinefnaríkt vatn sér til heilsubótar og yngingar.

Vatnið í Stykkishólmi er á margan hátt sérstakt, það er basískt (pH 8,45) og inniheldur allmikið af uppleystum efnum sem eru einkum natríumklóríð og kalsíumsölt. Vatnið er jafnframt líkt að efnainnihaldi því vatni sem frá forsögulegum tímum hefur verið notað til baða í baðstaðnum Baden Baden í Þýskalandi.

View Event →
Leikhópurinn Lotta - Hrói Höttur í Hólmgarði
Aug
15
5:00 pm17:00

Leikhópurinn Lotta - Hrói Höttur í Hólmgarði

Leikhópurinn Lotta stígur á stokk nítjánda sumarið í röð og býður börnum og fjölskyldum um allt land sprúðlandi skemmtun í formi nýrrar uppfærslu á söngleiknum Hrói Höttur.

Hrói Höttur er eitt vinsælasta leikverk Lottu fyrr og síðar. Nú eru liðin ellefu ár frá því að það var frumsýnt í fyrsta sinn, og því sannarlega tilefni til að dusta af því rykið – nú er það tilbúið í ferskum og breyttum búningi fyrir bæði gamla og nýja áhorfendur. Eins og Leikhópurinn Lotta er hvað þekktastur fyrir, er hér á ferðinni ævintýrakokteill þar sem sögunni um Hróa Hött er blandað saman við annað þekkt ævintýri – að þessu sinni syfjuðu prinsessuna Þyrnirós.

Í bland við skemmtileg lög, fjöruga dansa, fullorðinsbrandara og góðan skammt af aulahúmor verður til fullkomin skemmtun fyrir alla aldurshópa.

Áhorfendur fá að kynnast Hróa Hetti og trúföstu vinum hans, Þöll og Þyrnirós, sem berjast fyrir réttlæti í Ævintýraskóginum. Persónur á borð við Jóhann prins, illgjarnan fógeta, Tomma litla og álfkonur skjóta einnig upp kollinum í þessari kraftmiklu og fjörugu sýningu og lofar Lotta góðri skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Sýningin er klukkutími að lengd og fer fram utandyra. Við hvetjum gesti til að klæða sig eftir veðri, koma með nesti, teppi og góðan ævintýraanda. Það er líka gott að hafa símann vel hlaðinn því eftir sýningu gefst áhorfendum kostur á að fá mynd af sér með sinni uppáhalds ævintýrapersónu.

Miðaverð er 3,900 kr. (frítt fyrir tveggja ára og yngri) og hægt er að kaupa miða á staðnum og á tix.is.

Viðskiptavinir í Stofni hjá Sjóvá fá 2 fyrir 1 af hverjum miða.

________________________________________

Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir

Leikarar: Andrea Ösp Karlsdóttir, Anna Bergljót Thorarensen, Rósa Ásgeirsdóttir, Sigsteinn Sigurbergsson og Stefán Benedikt Vilhelmsson

Leikskáld: Anna Bergljót Thorarensen

Höfundar tónlistar: Baldur Ragnarsson, Björn Thorarensen, Rósa Ásgeirsdóttir, Þórður Gunnar Þorvaldsson, Stefán Benedikt Vilhelmsson, Andrea Ösp Karlsdóttir, Sumarliði V. Snæland Ingimarsson

Höfundur lagatexta: Sævar Sigurgeirsson

Hljóðblöndun tónlistar: Axel „Flex“ Árnason

Hljóðblöndun á sýningum: Þórður Gunnar Þorvaldsson

Búningahönnun: Kristína R. Berman, Rósa Ásgeirsdóttir og leikhópurinn

Danshöfundur: Ágústa Skúladóttir & leikhópurinn

Leikmyndahönnun: Andrea Ösp Karlsdóttir og Sigsteinn Sigurbergsson

Leikmunir: Leikhópurinn

View Event →
     

 
   Sýning Bergmál Ekko opnar í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla laugardaginn 9. ágúst kl. 14:00. Allir velkomnir og léttar veitingar í boði.  Sýningin er samstarfsverkefni sex listakvenna, þriggja frá Íslandi og þriggja frá Noregi undir
Aug
9
to 4 Sept

Untitled Event

Sýning Bergmál Ekko opnar í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla laugardaginn 9. ágúst kl. 14:00.
Allir velkomnir og léttar veitingar í boði.

Sýningin er samstarfsverkefni sex listakvenna, þriggja frá Íslandi og þriggja frá Noregi undir heitinu Ecophilosopic Dialouges. Verkefnið hófst með formlegum hætti vorið 2022 og er unnið til skiptis á Íslandi og Noregi við sýningarhald, vinnustofudvöl og fleira.

Því er ætlað að skapa tengslanet milli listamanna landanna tveggja þar sem unnið er mismunandi nálgun í fjölbreytta miðla. Könnuð eru líkindi og munur á menningu, tungumáli og náttúru landanna það sem þeir skapa hver við annars hlið, ýmist heima eða á nýjum slóðum. Hér er um einhverskonar samsköpun að ræða þar sem hver skapar út frá eigin upplifun í samvinnu eða samveru við aðra, þar sem miðlum og kennum út frá sérfræðiþekkingu hverrar og einnar en þó með persónulegum hætti.

Sýnendur eru

Catherine Finsrud

Elva Hreiðarsdóttir (IS)

Gíslína Dögg Bjarkadóttir (IS)

Hildur Björnsdóttir (IS/N)

Lill-Anita Olsen

Soffía Sæmundsdóttir (IS)

Sýningin er styrkt af Art and Culture Norway og Sóknaráætlun Vesturlands.

View Event →
Heima í Hólmi
Jul
11
to 13 Jul

Heima í Hólmi

Dagana 11. - 12. júlí verður haldin tónlistarhátíðin Heima í Hólmi.
Tónleikarnir munu fara fram í heimahúsum, heimagörðum eða á óvenjulegum stöðum.

FÖSTUDAGUR 11. júlí

20:30 Svavar Knútur: Lágholt 25 , á pallinum hjá Hrefnu og Arnari.

22:00 Snorri Helgason: Tjarnarás 9, hjá Magga Kiddós.

LAUGARDAGUR 12. júlí

12:30 Lilli api og Brúðubíllinn: Frúarstígur, á torginu við Norska húsið.

13:30 Birta og Friðrik Sigþórsbörn: Vatnasafn, Bókhlöðustíg 19.

15:00 Soffía: Aðalgata 5, gamla kirkjan.

16:30 Skelbót - Jón Sindri, Gísli Sveinn, Siggi Grétar, Nonni Mæju og Snæbjörn:
Víkurflöt 7, í garðinum hjá Gísla Sveini og Þóru Sonju.

19:30 Katla Njáls: Bókhlöðustígur 1, við gróðurhúsið hjá Palla Gísla og Þórunni.

20:45 Svenni Davíðs: Laufásvegur 15, í bakgarði hjá Dóru og Axel og Berglindi Þorbergs.

22:00 Herbert Guðmundsson og Guðmundur Herbertsson: Vallarflöt 1, hjá Steinu og Sæa.

Frítt er inn á alla viðburði.

Styrktaraðilar hátíðarinnar eru:

Uppbyggingarsjóður Vesturlands
Verkalýðsfélag Snæfellinga
Fosshótel
Arion banki
Sveitarfélagið Stykkishólmur
Akraborg
BB og synir
Gistiver
Íslenska gámafélagið
K. Sigurðsson ehf.
Litalausnir
Marz ehf.
Orkan
Sjávarpakkhúsið
Skipper
Breiðasund ehf.
Brellinn ehf.
Dekk og Smur
Fimm Fiskar ehf.
Fiskmarkaður Íslands
Fótaaðgerðastofan Rún
Meistarinn
Narfeyrarstofa
Sjávarborg

View Event →
KK á Narfeyrarstofu
Jul
10
8:30 pm20:30

KK á Narfeyrarstofu

Fimmtudagskvöldið 10. júlí ætlar KK að mæta í Narfeyrarstofu í Stykkishólmi og spila öll sín bestu lög og segja tengdar sögur

Hvar man ekki eftir lögum eins og Vegbúin, Hafðu engar áhyggjur, Lucky one, Kærleikur og tími, Þjóðvegur 66 og Bein leið?

Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að sjá og heyra KK í mikilli nánd.

Forsala miða hefst 6. júní og verður inn á tix.is. Þeir sem eru á póstlista tix.is geta keypt miða frá og með 4. júní.

Húsið opnar kl 20:30, tónleikarnir hefjast á slaginu 21:00.

Miðaverð aðeins 6.990 kr

View Event →
Huggulegt líf - Lúka Art & Design - Sýning í Norska húsinu
Jul
5
to 7 Aug

Huggulegt líf - Lúka Art & Design - Sýning í Norska húsinu

Huggulegt líf heimilislína Lúka Art & Design gerir sig heimakomna í Norska húsinu í 5. júlí - 7. ágúst.
Þér er boðið í huggulegt líf og litríkan heim Lúka í sýningarrými safnsins. Komdu og slakaðu á og fylltu skilningarvitin af ráðlögðum dagskammti af hönnun og litum.

Léttar veitingar og allir velkomnir

—-

Hönnuður og framkvæmdastjóri Lúka Art & Design er Brynhildur Þórðardóttir. Hún er með BA Í textíl- og fatahönnun frá Listaháskóla Íslands og með meistaragráðu í tæknilegum textílum og atgervisfatnaði. Hún hefur m.a. unnið sem sjálfstætt starfandi fatahönnuður fyrir ZO•ON og Varma. Brynhildur hefur einnig starfað sem búningahönnuður fyrir Poppoli kvikmyndagerð og hefur verið tilnefnd til Eddu verðlaunanna fyrir verk sín. Hún hefur unnið sem listrænn ráðunautur fyrir myndlistarmenn og hönnuði, gert auglýsingar fyrir stofnanir og fyrirtæki, sett upp sýningar fyrir Fatahönnunarfélag Íslands, Poppminjasafn Íslands ofl. Í dag er Brynhildur að sinna eigin hönnun og kennslu, veitir innanhúsráðgjöf, vinnur að vöruþróun fyrir ýmsa aðila og hannar sokka fyrir Smart Socks.

View Event →
Skotthúfan 2025
Jun
28
12:00 pm12:00

Skotthúfan 2025

Skotthúfan 2025 verður haldin í Stykkishólmi 28. júní. Í ár fögnum við því að þjóðbúningadagur hefur verið haldinn í Stykkishólmi í 20 ár!
Við treystum á veðurblíðu að venju og hlökkum til að sjá ykkur öll á búning.
Dagskráin verður sem hér segir:
11 - 17 Norska húsið: Komið og rifjið upp Þjóðbúningadag Byggðasafnsins í 20 ár

Ljósmyndasýning í tilefni af þjóðbúningadegi safnsins sem haldinn hefur verið í 20 ár. Svipmyndir frá liðnum árum.

Skotthúfa Auðar Laxness verður kynnt í safnbúðinni.

Æðarsetur Íslands & Sjávarborg Café: Komdu og fáðu þér kaffi
Æðarsetur Íslands (Opið 13-17) og Sjávarborg Café (Opið 12-17) bjóða búningaklæddum gestum upp á kaffi og þjóðlegar veitingar í tilefni dagsins. Öll velkomin.

12 - 16 Tang & Riis: Komið og kaupið! Farandverslun Heimilisiðnaðarfélags Íslands

12 - 16 Tang & Riis: Komið og kniplið!
Komið og kniplið, kynnist skemmtilegri handverksaðferð hjá Heimilisiðnaðarfélaginu. Gestir geta fengið að prófa.

12 - 16 Vinnustofan Tang & Riis: Komið og skoðið freyjur og fugla Sýning Ingibjargar H. Ágústsdóttur mæðgur opin í vinnustofu í kjallara.

12 - 14 Gamla frystihúsið, Aðalgata 1: Komið og lærið að kveða Atli Freyr kennir kveðskaparlist, hefur þú prófað að kveðast á?

14 - 16 Gamla frystihúsið, Aðalgata 1: Komið og lærið að dansa
Félagar úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur kenna áhugasömum íslenska þjóðdansa.

16:00 Myndataka við Norska húsið
Þjóðbúningaklæddir gestir sitja fyrir á árvissri mynd hátíðarinnar.

16:15 Þjóðdansar á Plássinu: Komdu og stígðu dans
Félagar úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur taka sporið fyrir utan Norska húsið. Dansaðir verða íslenskir þjóðdansar og gestum gefst tækifæri að taka þátt í dansinum.

18 - 22 Hótel Fransiskus: Komdu á kvöldvöku
Opið hús frá kl. 18 - 22 í morgunverðarsal Fransiskus gengið inn frá bílastæði sunnan megin.
Súpa borin fram frá kl. 19 á meðan birgðir endast. Verð fyrir súpu kr. 2.000 Skráning nauðsynleg - https://forms.gle/xGPyAfsuNJapzm5f8

Kvöldvaka hefst kl. 20 Kvöldvökustjóri: Eydís Gauja.
Þjóðbúningaspurningakeppni, kveðskapur, Eyjólfur Eyjólfsson verður með langspilskynningu og tónlistarflutning með hjálp gesta, samsöngur og fleira.

View Event →
Stykkishólmur Cocktail Week
Jun
16
to 22 Jun

Stykkishólmur Cocktail Week

STYKKISHÓLMUR COCKTAIL WEEKEND breytist í STYKKISHÓLMUR COCKTAIL WEEK – við erum á breytingarskeiðinu!

Það er mikil spenna í loftinu! SCW er að taka stórt skref fram á við, með nýjum áskorunum, spennandi breytingum og meiri stemningu en nokkru sinni fyrr!

Keppnin verður stærri og skemmtilegri!

Fleiri viðburðir, fleiri áskoranir!

Verður haldin í júní 2025!

View Event →
Jun
15
12:00 pm12:00

Aflraunakeppnin Fjallkonan í Stykkishólmi

Aflraunakeppnin Fjallkonan fer fram 14. og 15. júní næstkomandi. Um er að ræða kraftakeppni kvenna sem fram fer í Snæfellsbæ og Stykkishólmi.

Keppt verður í Snæfellsbæ laugardaginn 14. júní og hefjast leikar kl. 12:00 við Pakkhúsið þar í bæ.

Seinni keppnisdagur fer fram í Stykkishólmi þann 15. júní og hefst keppni kl. 12:00 við Stykkishólmskirkju. Þrjár greinar verða á dagská í Stykkishólmi en sú fyrsta fer fram við Stykkishólmskirkju, önnur á túninu við Hótel Egilsen og sú þriðja uppi í Súgandisey.

Keppnin var fyrst haldin í fyrra þar sem margar af sterkustu konum landsins tóku á honum stóra sínum. Mikil ánægja var með keppnina og er hún nú haldin í annað skipti. Fleiri keppendur eru skráðir til leiks í ár og engu til sparað í undirbúningi vegna keppnarinnar.


View Event →