Grýla og hennar hyski - jólasýning Norska hússins
Nov
29
to 23 Dec

Grýla og hennar hyski - jólasýning Norska hússins

Sýningin Grýla og hennar hyski opnar í Norska húsinu - Byggðasafni Snæfellinga og Hnappæla laugardaginn 29. nóvember kl. 12.

Sýningin fjallar um Grýlu og hennar hyski þar sem fræðast má um allt sem tengist þeirra fjölskyldu sem hefur verið samofin jólunum hjá Íslendingum.

Í tilefni sýningarinnar munu þau Jón Jónsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingar á Ströndum rifja upp næstum því gleymdar sögur um íslensku jólafólin kl. 20:00 (laugardaginn 29.nóvember).

Safnið verður opið alla virka daga frá kl. 13-17 í desember.
Um helgar verður opið frá kl. 12-15.

Jólamarkaður:
Laugardaginn 29. nóvmber kl. 12.-15.
Fimmtudaginn 11. desember kl. 20.-22.
Fimmtudagskvöld 18. desember kl. 20-22.

View Event →
Jólamarkaðir í Norska húsinu
Nov
29
to 18 Dec

Jólamarkaðir í Norska húsinu

Matar- og handverksmarkaðir í Norska húsinu - BSH.
Laugardaginn 29. nóv kl. 12-15.
Fimmtudagskvöldið 11. des. kl. 20-22. Fimmtudagskvöldið18. des. kl. 20-22.

Öll hjartanlega velkomin.
Þeir sem vilja taka þátt í markaðnum geta haft samband í s. 433-8114/865-4516 eða á netfangið info@norskahusid.is

View Event →

Jólabazar kvenfélagsins
Nov
30
2:00 pm14:00

Jólabazar kvenfélagsins

Hinn árlegi jólabasar Kvenfélagsins verður haldinn fyrsta í aðventu með svipuðu sniði og í fyrra.

Kvenfélagskonur selja handverk, bakkelsi og okkar ómissandi súkkulaðimassa.

Hægt verður hægt að kaupa sér vöfflu & kaffi/djús og setjast niður og hlusta á ljúfa tóna frá nemendum tónlistarskólans.

Jólapakkaveiðin verður að sjálfsögðu á sínum stað.

Við hlökkum til að sjá ykkur

View Event →
Gömlu íslensku jólafólin
Nov
29
8:00 pm20:00

Gömlu íslensku jólafólin

Jón Jónsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingar á Ströndum rifja upp næstum því gleymdar sögur um íslensku jólafólin. Flestir þekkja gamlar og ljótar sögur um Grýlu sem var hryllileg mannæta og jólasveinana sem forðum voru til vandræða hvar sem þeir komu. Sumir í fjölskyldunni eru samt að mestu gleymdir eins og fyrri eiginmenn Grýlu og jólasveinar eins og Lungnaskvettir, Flórsleikir eða Flotnös.

Sagt verður frá óhugnanlegum sögum og þjóðtrú um Grýlu og hennar hyski. Sumt af því hentar varla mjög ungum börnum eða viðkvæmum sálum, en öll sem þora eru hjartanlega velkomin!

Þau feðgin gáfu einnig út bók um efnið núna fyrir jólin sem ber yfirskriftina Gömlu íslensku jólafólin: fróðleikur og ljótar sögur, og verða með hana með sér.

View Event →
Betri hluti Draugabana á ferðinni um Hólminn
Nov
29
12:30 pm12:30

Betri hluti Draugabana á ferðinni um Hólminn

Laugardaginn 29. nóvember kl. 12:30-15:00 verður betri hluti Draugabanana þeir Jón Sindri, Mattías og Hafþór á ferðinni í Hólminum og leika skemmtileg lög á eftirtöldum stöðum:

12:30 Verslunin Skipavík.
13:10: Norska húsið.
13:50: Sjávarborg.
14:30: Kram.

Viðburðurinn er styrktur af Sveitarfélaginu Stykkishólmi.
Öll hjartanlega velkomin.


View Event →
Línuhátíð
Nov
29
11:00 am11:00

Línuhátíð

Í ár eru 80 ár frá því að fyrsta bókin um Línu Langsokk kom út. Í tilefni af því höldum við Línuhátíð þar sem gestum gefst kostur á að spreyta sig á ratleik í anda Línu og föndri í anda Línu. Svo verða að sjálfsögðu veitingar sem Lína hefði verið ánægð með. Þetta er jafnframt fyrsta helgin í aðventu svo það verður smá jólalegur blær yfir dagskránni.

Sjáumst í Línustuði á bókasafninu!

View Event →
Ljúfir tónar á Narfeyrarstofu
Nov
28
5:00 pm17:00

Ljúfir tónar á Narfeyrarstofu

Ljúfir tónar á Narfeyrarstofu og ómótstæðilegur matur

OSTBAKKI OG HAPPY HOUR Í VÍNSTÚKUNNI - Milli 17:00 - 19:00
Ostabakki 4800 kr.-Miðast við 2 eða fleiri
Freyðivínsglas 1.000 kr.-
Jólabjór 1.000 kr.-

KVÖLDVERÐARTILBOÐ
Djúsí brauðplatti
Nautasteik, Bearnaes sósa og val um franskar eða kartöflu smælki 6.900 kr.- á mann
Vínpörun Bourgogne rouge cuveé lathor pinot noir 10.500 kr.-

ATH. Bóka þarf tímanlega á netfang vakt@narfeyrarstofa.is eða í síma 533 - 1119

Dísella & Ólafía byrja kvöldið á ljúfum tónum kl 17:30
Timburmenn keyra upp stuðið á slaginu 23:00!


View Event →
Aðventuhelgi í Stykkishólmi
Nov
28
to 30 Nov

Aðventuhelgi í Stykkishólmi

Láttu jólastemninguna umvefja þig í Stykkishólmi!

FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER

17:00-19:00 Narfeyrarstofa : Búbblur eða jólabjór með ostabakka fyrir tvo í vínstúkunni, skálum fyrir aðventunni. Dísella & Ólafía byrja kvöldið á ljúfum tónum kl 17:30.

19:00 Fosshótel: Jólahlaðborð bókanir á stykkisholmur@fosshotel.is.

20:00 Stykkishólmskirkja: Jólatónleikar kórana á Snæfellsnesi.

23:00 Narfeyrarstofa: Timburmenn keyra upp stuðið á slaginu 23:00!

LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER

09:00-11:00 Nýrækt: Hittið kindurnar í Nýrækt 4 (fjólubláu fjárhúsin). Krúttmundur og co hlakka til að fá knús.

11:00-13:00 Amtsbókasafnið: Lína langsokkur, föndursmiðja og ratleikur.

12:00-15:00 Norska húsið: Jólamarkaður og jóladrykkur. Greta María gullsmiður verður á staðnum. Jólasýningin Grýla og hennr hyski opnar.

12:30-15:00 Betri hluti Draugabanana þeir Jón Sindri, Mattías og Hafþór verða á ferðinni og leika skemmtileg lög á eftirtöldum stöðum:

12:30 Verslunin Skipavík , 13:10 Norska húsið , 13:50 Sjávarborg , 14:30 Kram.

14:00 Hraunháls: Ásgeir Jónsson kynnir bók sína, Síðasti formaðurinn.

15:00 Íþróttamiðstöðin: Körfuboltaleikur, Snæfell - Fjölnir. 1. deild kvenna.

16:00-19:00 Hótel Egilsen: Heitt súkkulaði & jólaglögg.

16:00-18:00 Fosshótel: Happy hour, barinn opinn til miðnættis.

19:00 Fosshótel: Jólahlaðborð bókanir á stykkisholmur@fosshotel.is.

20:00 Norska húsið: Jón Jónsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingar á Ströndum rifja upp næstum því gleymdar sögur um íslensku jólafólin. Flestir þekkja gamlar og ljótar sögur um Grýlu sem var hryllileg mannæta og jólasveinana sem forðum voru til vandræða hvar sem þeir komu. Sumir í fjölskyldunni eru samt að mestu gleymdir eins og fyrri eiginmenn Grýlu og jólasveinar eins og Lungnaskvettir, Flórsleikir eða Flotnös.

SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER

14:00-16:00 Fosshótel: Jólabasar Kvenfélagsins.

View Event →
Jólaljósin tenduð í Hólmgarði
Nov
24
6:00 pm18:00

Jólaljósin tenduð í Hólmgarði

Mánudaginn 24. nóvember verða ljósin á jólatrénu í Hólmgarði tendruð við hátíðlega athöfn. Viðburðurinn hefst kl. 18:00 og verður með hefðbundnu sniði. Kvenfélagið selur heitt súkkulaði og smákökur, nemendur 1. bekkjar tendra ljósin og hver veit nema nokkrir rauðklæddir láti sjá sig.

Nemendur í þriðja bekk grunnskólans fóru nú á dögunum í Sauraskóg og völdu jólatréð í ár í samvinnu við Björn Ásgeir, formann skógræktarfélagsins.

View Event →
Jólahlaðborð á Fosshótel Stykkishólmi
Nov
15
to 29 Nov

Jólahlaðborð á Fosshótel Stykkishólmi

Fosshótel Stykkishólmur verður í sannkölluðu hátíðarskapi og býður upp á glæsilegt jólahlaðborð á völdum dögum aðventunnar. Eigðu einstaka hátíðarstund með fjölskyldu, vinum eða vinnufélögum. Aðeins um tveggja tíma akstur frá Reykjavík í jólabæinn Stykkishólm.

Jólahlaðborð 15.900 kr. á mann

Skemmtiatriði: Benni Sig trúbadour ásamt Magga Gumm halda uppi stuðinu

Tilboð fyrir tvo með gistingu 52.900 kr.
Standard herbergi með morgunverði ásamt jólahlaðborði
Auka nótt með morgunverði: 24.900 kr.

Tilboð fyrir einn með gistingu 35.800 kr. 
Standard herbergi með morgunverði ásamt jólahlaðborði
Auka nótt með morgunverði: 22.100 kr.

Uppfærsla í Standard Plus herbergi: 5.000 kr 

Dagsetningar:

  • 15. nóvember 

  • 21. nóvember 

  • 22. nóvember

  • 28. nóvember

  • 29. nóvember

Fyrir frekari upplýsingar og til að bóka, vinsamlegast hringið í síma 430 2100 eða sendið tölvupóst á stykkisholmur@fosshotel.is

Bjóðum sérkjör fyrir hópa, frekari upplýsingar í tölvupósti.

View Event →
Tilboðshelgar á Narfeyrarstofu
Nov
14
to 28 Nov

Tilboðshelgar á Narfeyrarstofu

TILBOÐSHELGAR Í NÓVEMBER

Við byrjum með djúsí brauðplatta

Aðalréttur er nautasteik, Bearnaes sósa og val um franskar eða kartöflu smælki

6.900 kr.- á mann

Vínpörun Bourgogne rouge cuveé lathor pinot noir 10.500 kr.-

Laugardaginn 8. nóvember

Föstudaginn 14. nóvember

Laugardaginn 15. nóvember

Föstudaginn 28. nóvember

Panta þarf fyrirfram á netfang vakt@narfeyrarstofa.is eða í síma 533 - 1119

View Event →
Tröllasmiðja með Handbendi
Nov
11
4:00 pm16:00

Tröllasmiðja með Handbendi

Sökktu þér í þjóðsögurnar um íslensku tröllin og gefðu sköpunargleðinni lausan tauminn þegar þú skapar þína eigin tröllabrúðu úr náttúrulegum og endurnýttum efnivið í þessari vinnusmiðju Handbendis Brúðuleikhúss. Vinnusmiðjunni tekst, með því að nýta sér aðferðafræði sögumennsku og sjónlista, að kynna leikbrúðuhönnun á skemmtilegan og skapandi hátt fyrir fólki á öllum aldri, burtséð frá reynslu. Hentar öllum aldri. Börn yngri en 8 ára verða að vera í fylgd með fullorðnum.

Boðið verður upp á tvær smiðjur. Sú fyrri byrjar kl. 16:00 og stendur til 17:00. Sú seinni er frá 17:15 til 18:15. Ekki er hægt að koma inn í miðja smiðju.

View Event →
Bókaútgáfusmiðja í Stykkishólmi - Barnó
Nov
1
1:00 pm13:00

Bókaútgáfusmiðja í Stykkishólmi - Barnó

Hefur þú áhuga á bókum? Finnst þér gaman að skrifa sögur? Hefurðu velt því fyrir þér hvernig bókakápur verða til? Finnst þér áhugavert að sjá tómt blað verða að einhverju áþreifanlegu? Teiknarðu? Ertu með auga fyrir smáatriðum eða ertu meira að spá í stóru myndinni?

Í bókaútgáfusmiðjunni fer Marta yfir allskonar fróðleik um bókaútgáfu og leggur fyrir nokkur verkefni.

Markmið smiðjunnar er að þátttakendur öðlist þekkingu og skilning á því hvað felst í bókaútgáfu frá a til ö.

Framkvæmd smiðjunnar verður með hvetjandi, skapandi og vinalegum hætti.

Smiðjan hentar öllum krökkum sem hafa áhuga á sköpun.

***Barnamenningarhátíð Vesturlands - Barnó - best, mest, vest!***

1. nóvember kl. 13:00 á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi.

View Event →
Nærandi prjónahelgi í Stykkishólmi
Oct
31
to 2 Nov

Nærandi prjónahelgi í Stykkishólmi

Sjávarborg stendur fyrir nærandi prjónahelgi þar sem prjón, jóga, samvera, gleði og góður matur er í fyrirrúmi.

Föstudagur 31. okóber
Bubbluprjón
Kvöldmatur, tómatsúpa með súrdeigsbrauði
Prjónað og hlegið fyrir svefninn.

Laugardagur 1. nóvember
Morgunhressing Prjónajóga, Laufey Ása jógakennari
Brunch, beyglu- og quiche hlaðborð

Kristín Brynja, arkitekt og prjónahönnuður, segir frá einrúm garninu (einrum.is) og tilurð þess. Hvernig hún eftir langt nám, fyrst sem innanhússarkitekt og síðan sem arkitekt, tók upp á því að framleiða garn úr íslenskri ull og silki og snéri sér að hönnun prjónauppskrifta. Kristín Brynja kennir hvernig búa má til tölur með garni sem nýtist við flest verkefni.

Pönnukökur og prjón

Kvöldverður á Sjávarpakkhúsinu (ekki innifalinn í verði)

Sunnudagur 2. nóvember
Morgunhressing Prjónajóga, Laufey Ása jógakennari

Brunch, grilluð brauðsneið með lárperu og salati

Garnverslun í bílskúrnum, kl.13-15
Kristín Brynja verður með úrval af einrúm garni og uppskriftum. Afsláttur af einrúm garni

Prjónakaffi og kveðjustund

Verð 39.900 kr. Einstaklingsherbergi 43.900 kr.

Verslunin Kram, sundlaugin, Norska húsið og Loppu Sjoppan eru opin yfir helgina.

View Event →
Oct
26
2:00 pm14:00

Húlladúllan í Stykkishólmi

GERÐU ÞINN EIGIN HÚLLAHRING Í
STYKKISHÓLMI.

Komdu og hannaðu þinn eigin húllahring undir stjórn Húlladúllunnar! Við skreytum húllahringi með flottum og litríkum límböndum og eignumst þannig frábært leikfang til að
taka með heim! Svo sýnir Húlladúllan flott húllaatriði og kennir okkur allskonar skemmtileg húllatrix.
Athugið að það er æskilegt að tíu ára og yngri mæti í fylgd foreldra eða eldri systkina, sem geta aðstoðað þau við að skreyta hringinn svo hann verði sem best heppnaður.
Þátttakendur greiða efniskostnað sem er 1500 krónur og fá húllahringinn sem þeir gera til eignar. Hringirnir eru settir saman sérstaklega fyrir hvern þáttakanda svo þeir passi sem nýjum
eiganda fullkomlega. Því er forskráning nauðsynleg! Smellið hér til að skrá þátttakendur til leiks: https://forms.gle/7CVHquKqmzsCfA3t5
Smiðjan fer fram í Amtsbókasafninu. Hún hefst klukkan 14:00 og stendur til klukkan 15:30. Sjálf húllahringjagerðin tekur um það bil hálftíma.

Sýningin er partur af Barnamenningarhátíð Vesturlands - Barnó - BEST MEST VEST.

View Event →
Oct
26
11:30 am11:30

Ljósagull í Stykkishólmi

LJÓSAGULL

Ljósagull er hugljúft en spennandi ævintýri sem heillar alla fjölskylduna og hentar ungum börnum vel. Húlladúllan flytur frumsamið ævintýri og ljær því líf með tindrandi LED
sirkusáhöldum af ýmsu tagi. Að sýningunni lokinni fá börnin að stíga inn á sviðið og leika að ljósagullum Húlladúllunnar.
Viðburðurinn fer fram í Amtsbókasafninu Stykkishólmi og hefst klukkan 11:30. Sjálf sýningin tekur 15 mínútur í flutningi og leiktíminn á eftir stendur í 45 mínútur. Aðgangur er ókeypis.

Sýningin er partur af Barnamenningarhátíð Vesturlands - Barnó - BEST MEST VEST.

View Event →
Hljómsveitin Skelbót á Norðurljósum
Oct
25
9:00 pm21:00

Hljómsveitin Skelbót á Norðurljósum

Þrátt fyrir að vera ekki ársgömul ætlar hljómsveitin Skelbót frá Stykkishólmi að troða upp í annað sinn. Nú innandyra og standandi. Á meðan innviðaráðherra hugsar um úthlutun skelbóta hafa hljómsveitarmeðlimir Skelbótar verið að æfa sig í að spila lög á fjölmörgum tungumálum (þ.m.t. tungumáli ástarinnar). Endilega kíktu við og taktu þátt í skemmtana- og menningarlífi Hólmara. Skelbót skipa: Jón Sindri, Gísli Sveinn, Siggi Grétar, Nonni Mæju og Snæbjörn.

View Event →
Kvennaraddir
Oct
25
4:30 pm16:30

Kvennaraddir

Sunna Guðný Högnadóttir lítur aftur til BA-ritgerðar sinnar frá 2013 um póstfemínísk viðhorf í íslenskum skvísubókum. Í fyrirlestrinum veltir hún fyrir sér hvernig hugmyndir um kvenleika, frelsi og þrýsting birtust þá – og hvernig þær lifa enn í menningu samtímans, frá Makalaus til samfélagsmiðla.

Það verður boðið upp á léttar skvísulegar veitingar.

Viðburðurinn er styrktur af Bókasafnasjóði og hluti af verkefninu Læsi á stöðu og baráttu kvenna en almenningsbókasöfn um land allt sameina krafta sína undir merkjum verkefnisins í tilefni af Kvennaárinu 2025.

View Event →
Góðir hálsar
Oct
25
to 2 Nov

Góðir hálsar

Ingibjörg H. Ágústsdóttir opnar fuglasýninguna Góðir hálsar kl. 13:00 laugardaginn 25. okt. í tilefni Norðurljósahátíðar í Stykkishólmi. Sýningin stendur til 2. nóv.

Opið verður milli kl. 12-16 út 2. nóvember.

View Event →
Oct
25
12:00 pm12:00

Markaður í Lions húsinu

Úrval verslana verða með markað í Lionshúsinu á Norðurljósahátíðinni í Stykkishólmi!

Húsið er opið kl 12-17

Cordia Kids: https://cordiakids.com/

Feel Fine: https://feelfine.is/

Hjal verslun: https://hjal.is/

La Brújería: https://www.labrujeria.is/es

Maruska: https://maruska.is/

Sælar: https://saelar.is/

Valería kaffibrennsla: https://valeria.is/

Hlökkum til að taka á móti ykkur!

View Event →
Músik Bingó Fanneyjar á Fosshótel
Oct
24
9:00 pm21:00

Músik Bingó Fanneyjar á Fosshótel

Músík Bingó – kvöld fullt af fjöri og góðri tónlist!
Í stað þess að kalla út tölur eru spiluð vinsæl lög sem þú þarft að þekkja. Komdu með vinunum, njóttu tónlistarinnar og sjáðu hvort þú náir BINGÓ!

Glæsilegir vinningar
Miðaverð: 1.500 kr. (3 spjöld innifalin)
Miðar seldir við hurð
18 ára aldurstakmark

Eitt mesta stemmningskvöld ársins – og þú ætlar að mæta!

View Event →