Láttu jólastemninguna umvefja þig í Stykkishólmi!
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER
17:00-19:00 Narfeyrarstofa : Búbblur eða jólabjór með ostabakka fyrir tvo í vínstúkunni, skálum fyrir aðventunni. Dísella & Ólafía byrja kvöldið á ljúfum tónum kl 17:30.
19:00 Fosshótel: Jólahlaðborð bókanir á stykkisholmur@fosshotel.is.
20:00 Stykkishólmskirkja: Jólatónleikar kórana á Snæfellsnesi.
23:00 Narfeyrarstofa: Timburmenn keyra upp stuðið á slaginu 23:00!
LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER
09:00-11:00 Nýrækt: Hittið kindurnar í Nýrækt 4 (fjólubláu fjárhúsin). Krúttmundur og co hlakka til að fá knús.
11:00-13:00 Amtsbókasafnið: Lína langsokkur, föndursmiðja og ratleikur.
12:00-15:00 Norska húsið: Jólamarkaður og jóladrykkur. Greta María gullsmiður verður á staðnum. Jólasýningin Grýla og hennr hyski opnar.
12:30-15:00 Betri hluti Draugabanana þeir Jón Sindri, Mattías og Hafþór verða á ferðinni og leika skemmtileg lög á eftirtöldum stöðum:
12:30 Verslunin Skipavík , 13:10 Norska húsið , 13:50 Sjávarborg , 14:30 Kram.
14:00 Hraunháls: Ásgeir Jónsson kynnir bók sína, Síðasti formaðurinn.
15:00 Íþróttamiðstöðin: Körfuboltaleikur, Snæfell - Fjölnir. 1. deild kvenna.
16:00-19:00 Hótel Egilsen: Heitt súkkulaði & jólaglögg.
16:00-18:00 Fosshótel: Happy hour, barinn opinn til miðnættis.
19:00 Fosshótel: Jólahlaðborð bókanir á stykkisholmur@fosshotel.is.
20:00 Norska húsið: Jón Jónsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingar á Ströndum rifja upp næstum því gleymdar sögur um íslensku jólafólin. Flestir þekkja gamlar og ljótar sögur um Grýlu sem var hryllileg mannæta og jólasveinana sem forðum voru til vandræða hvar sem þeir komu. Sumir í fjölskyldunni eru samt að mestu gleymdir eins og fyrri eiginmenn Grýlu og jólasveinar eins og Lungnaskvettir, Flórsleikir eða Flotnös.
SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER
14:00-16:00 Fosshótel: Jólabasar Kvenfélagsins.