Lifandi hringform - Ísól í Norska húsinu
Apr
6
to 12 May

Lifandi hringform - Ísól í Norska húsinu

Ísól Lilja Róbertsdóttir heldur myndlistarsýningu með nýjum og nýlegum verkum í Norska húsinu í Stykkishólmi. Sýningin opnar 6. apríl.

Ísól ólst upp í Stykkishólmi og var því frá ungum aldri umkringd fallegri náttúru Snæfellsness. Hún hefur alltaf verið heilluð af mynstrum og litum, ekki aðeins í náttúrunni, heldur einnig í geimnum.

Ísól er með B.Sc. gráðu í eðlisfræði með áherslu á stjarnvísindi frá Háskóla Íslands og stefnir á frekara nám í stjarneðlisfræði. Í frístundum málar hún mandölur og í list hennar má sjá innblástur frá náttúrunni og litirnir og spíralarnir minna einnig á vetrarbrautir og stjörnuþokur.

List Ísólar hefur öðlast athygli á samfélagsmiðlum og er Instagram reikningur hennar (@drawing_in_ice) með yfir 20 þúsund fylgjendur.

View Event →
Mugison í Gömlu kirkjunni
May
27
8:00 pm20:00

Mugison í Gömlu kirkjunni

Ég ætla í geggjað Tónleika-Maraþon og spila í 100 Kirkjum í 100 Póstnúmerum á innan við ári. Hef lengi verið heillaður af öllum þessum kirkjum, þær eru út um allt - í sveitunum, bæjum og öllum hverfum - allstaðar er kirkja - svo fallegar, dulafullar, kósý og spennandi.

Ég elska að spila í kirkjum það er eitthvað svo skemmtilega öfgafullt - einsog sum sönglög verði brothættari og fallegri og önnur ýkjast í hina áttina verða gróf og brussuleg. Ég er búinn að sérhanna svið, ljós og hljóðbúnað fyrir þetta tilefni. Verð einn með nokkra gítara, nikku, trommur og kirkjuorgel framtíðarinnar.

Hlakka mjög mikið til að hitta þig í Gömlu Kirkjunni.

Stuðkveðja, Mugison.

Miðasala: https://tix.is/is/buyingflow/tickets/17129/80131/?fbclid=IwAR1ybrGC0ED4sxpj2zS1cwMXn3zynh8jTU4DTOJknGltPAFFFqTosoqGEsY

View Event →
Soffía og Pétur Ben á Fosshótel
Jul
4
9:00 pm21:00

Soffía og Pétur Ben á Fosshótel

Soffía og Pétur Ben halda tónleika á Fosshótel Stykkishólmur, fimmtudagskvöldið 4. júlí.

Með þeim í för verður bassaleikarinn og söngkonan Fríða Dís og slagverksleikarinn Magnús Trygvason Eliassen.

Soffía er söngkona, gítarleikari og lagahöfundur og semur og flytur sveitaskotna tónlist eða 'alternative country'.

Pétur Ben er kvikmyndatónskáld, pródúser og lagahöfundur og saman munu þau búa til frábæra kvöldstund með blöndu af tónlist þeirra beggja

View Event →
Heima í Hólmi
Jul
12
to 13 Jul

Heima í Hólmi

Dagana 12. - 13. júlí verður haldin tónlistarhátíðin Heima í Hólmi.
Tónleikarnir munu fara fram í heimahúsum, heimagörðum eða á óvenjulegum stöðum.

Nánari dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.

View Event →

Partý Bingó á Fosshótel Stykkishólmi
Mar
30
9:00 pm21:00

Partý Bingó á Fosshótel Stykkishólmi

Viggi Beik stjórnar Partý Bingó á Fosshótel Stykkishólmi. Bingóið byrjar kl 21:00 við mælum með að mæta fyrr til að ná sætum og kaupa sér nokkra drykki í upphitun.

18 ára aldurstakmark verður inná þessa skemmtun.
Verðlaunaafhending kokteilweekend verður tekin í hléi.

Eins og alltaf lofar Beikerinn nokkrum bröndurum og miklu stuði.

Vonum að flestir mæti og skemmti sér með okkur!


View Event →
FHH Trio á Narfeyrarstofu
Mar
30
5:00 pm17:00

FHH Trio á Narfeyrarstofu

FHH Trio í Vínstúkunni á Narfeyrarstofu laugardaginn fyrir páska!

FHH trio samanstendur af bræðrunum Hinriki Þór og Friðriki Erni ásamt saxafónleikaranum Harvey Parkin-Christie, en þetta verður í fyrsta sinn sem þeir þrír koma fram saman.

Hinrik og Friðrik hafa spilað mikið saman í ýmsum verkefnum frá barnsaldri og ber þar helst að nefna rokkhljómsveitina Hyl, sem er flestum Hólmurum kunnug. Þeir eru báðir útskrifaðir úr jazznámi við tónlistarskólann MÍT og stunda nú báðir háskólanám í tónlist. Hinrik er í jazzflytjendanámi við Leeds Conservatoire í Bretlandi og Friðrik er í tónsmíðanámi við Listaháskóla Íslands.

Hinrik og Harvey kynntust í námi úti í Leeds og hafa mikið spilað saman. Þeir eru meðal annars búnir að vinna saman að plötunni “Týndur í Tímarými” sem kemur út seinna á þessu ári.

Leikin verða valin lög úr lagasafni af norðurhveli jarðar, með áheyrslu á skandinavískum þjóðlögum og tónsmíðum.

FHH trio:
Friðrik Örn Sigþórsson: Kontrabassi.
Hinrik Þór Þórisson: Trommur.
Harvey Parkin-Christie: Tenór- og Sópran-saxafónn.

View Event →
Skál! Fyrstu kynni af áfengis (ó)menningu
Mar
29
8:00 pm20:00

Skál! Fyrstu kynni af áfengis (ó)menningu

Hver voru þín fyrstu kynni af áfengis(ó)menningu?
Hvaða drykkir voru í tísku?

Í tengslum við nýja grunnsýningu í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla -„Hjartastað - Sjóndeildarhringurinn með augum ungs fólks á Snæfellsnesi frá 1900“ sem opnaði s.l. haust er efnt til viðburða sem tengjast sýningunni og að þessu sinni er umræðuefnið: „Hver voru þín fyrstu kynni af áfengis(ó)menningu?

Anna Melsteð sýningarstjóri fjallar um niðurstöður könnunar (https://forms.gle/aFXQ5umLnctmKWiXA) og lítur til baka á þessi málefni á Snæfellsnesi.
Hægt verður að smakka nokkra drykki sem tíðkuðust á árum áður!

Föstudaginn langa í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla - Norska húsinu kl. 20.

Ókeypis aðgangur.

View Event →
Stykkishólmur Cocktail weekend
Mar
27
to 31 Mar

Stykkishólmur Cocktail weekend

STYKKISHÓLMUR COCKTAIL WEEKEND 2024!

Allir staðirnir munu bjóða upp á sína keppnis drykki yfir helgina á góðu verði, dómnefnd fer milli staða og tilkynnir sigurvegarann á Fosshótel á laugardagskvöldinu.

Staðirnir sem taka þátt verða með kort hjá sér ásamt límmiðum sem þú færð þegar þú kaupir kokteil á þeim stað. Safnaðu 5 límmiðum (frá öllum 5 stöðunum) og skráðu þig til leiks í happdrætti sem dregið verður úr á laugardagskvöldinu. Glæsileg verðlaun í boði!

Þátttakendur í ár eru:

Fosshótel Stykkishólmur

Hótel Egilsen

Narfeyrarstofa

Skipper

Sjávarpakkhúsið


Miðvikudagur 27. mars

Fosshótel:

16:00-18:00 Happy hour.

18:00-21 :00 Tilboð á Steak Frites.

Narfeyrarstofa:

18:00-20:00 Tilboð í Vínstúkunni.

21:00 Pub quiz.

Fimmtudagur 28. mars

Fosshótel:

16:00-18:00 Happy hour.

18:00-21 :00 Tilboð á Steak Frites.

Narfeyrarstofa:

18:00-20:00 Tilboð í Vínstúkunni.

20:00-22:00 Harpa Björk Eiríksdóttir eigandi Skarpa ull verður á staðnum með garn og gærur.

22:00 Karaoke stemning.


Föstudagur 29. mars

Fosshótel:

16:00-18:00 Happy hour.

18:00-21 :00 Tilboð á Steak Frites.

Narfeyrarstofa:

18:00-20:00 Tilboð í Vínstúkunni.

Sjávarpakkhúsið:

18:00-22:00 Sex rétta smakkseðill + kokteilapörun. Nauðsynlegt að bóka borð.

Norska húsið:

20:00 Skál! Fyrstu kynni af áfengins (ó)menningu. Hægt verður að smakka nokkra drykki sem tíðkuðust á árum áður.

Laugardagur 30. mars

Skipper:

12:00-14:00 Happy hour og spænsk tortilla.

Norska húsið BSH:

16:00-18:00: Listamannaspjall, Jóna Þorvaldsdóttir ljósmyndari verður á staðnum og segir frá sýningu sinni Andaðu. Léttar veitingar í boði. 

Narfeyrarstofa:

17:00 Djass tónleikar með FHH Trio í Vínstúkunni.

Fosshótel:

16:00-18:00 Happy hour.

18:00-21 :00 Tilboð á Steak Frites.

Narfeyrarstofa:

18:00-20:00: Tilboð í Vínstúkunni.

Sjávarpakkhúsið:

18:00-22:00: Sex rétta smakkseðill + kokteilapörun. Nauðsynlegt að bóka borð.

Fosshótel:

21:00: Partý bingó, í hléi verður verðlaunaafhending. 

Skipper:

23:00 Eftirpartý.


View Event →
Skál! Fyrstu kynni af áfengis (ó)menningu
Mar
22
4:30 pm16:30

Skál! Fyrstu kynni af áfengis (ó)menningu

Hver voru þín fyrstu kynni af áfengis(ó)menningu?
Hvaða drykkir voru í tísku?

Í tengslum við nýja grunnsýningu í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla -„Hjartastað - Sjóndeildarhringurinn með augum ungs fólks á Snæfellsnesi frá 1900“ sem opnaði s.l. haust er efnt til viðburða sem tengjast sýningunni og að þessu sinni er umræðuefnið: „Hver voru þín fyrstu kynni af áfengis(ó)menningu?

Anna Melsteð sýningarstjóri fjallar um niðurstöður könnunar (https://forms.gle/aFXQ5umLnctmKWiXA) og lítur til baka á þessi málefni á Snæfellsnesi.
Hægt verður að smakka nokkra drykki sem tíðkuðust á árum áður!

Föstudaginn langa í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla - Norska húsinu kl. 20.

Ókeypis aðgangur

View Event →
Sinfoníuhljómsveit Íslands í Stykkishólmi
Mar
7
7:30 pm19:30

Sinfoníuhljómsveit Íslands í Stykkishólmi

Dagskrá tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Stykkishólmi skartar þremur verkum eftir höfuðtónskáld klassíska tímans en auk þess hljóma þrjú hugljúf íslensk lög í flutningi hljómsveitarinnar og sameinaðra kóra á Snæfellsnesi.

Tónleikarnir hefjast með fjörugum forleik Mozarts að óperunni Brúðkaup Fígarós og þá stígur kórinn á svið og syngur með hljómsveitinni. Síaðan hljómar hinn ljúfi og glaðlegi C-dúr sellókonsert Josephs Haydn þar sem Steiney Sigurðardóttir sólósellóleikari fer með eineikshlutverkið. Eftir hlé leikur hljómsveitin 7. sinfóníu Beethovens sem er full af fegurð, lífsgleði og krafti. Stjórnandi tónleikanna er aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Eva Ollikainen.

Tónleikararnir fara fram í íþróttahúsi Stykkishólms og eru um 2 tímar með hléi.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

EFNISSKRÁ
Wolfgang Amadeus: Mozart Brúðkaup Fígarós, forleikur
Atli Heimir Sveinsson: Kvæðið um fuglana úts. Hrafnkell Orri Egilsson
Sigvaldi Kaldalóns: Ave María úts. Hrafnkell Orri Egilsson
Valentina Kay: Sofðu vært Ellen
Joseph Haydn: Konsert fyrir selló og hljómsveit nr. 1 í C-dúr
Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr 7 í A-dúr

HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Eva Ollikainen

EINLEIKARI
Steiney Sigurðardóttir

SAMEINAÐIR KÓRAR Á SNÆFELLSNESI
Kirkjukór Ólafsvíkurkirkju
Kirkjukór Grundarfjarðarkirkju
Karlakórinn Kári
Kirkjukór Ingjaldshólskirkju
Karlakórinn Heiðbjört
Kvennasveitin Skaði
Kirkjukór Stykkishólmskirkju

View Event →
Glæpa Kviss á Fosshótel
Feb
17
8:30 pm20:30

Glæpa Kviss á Fosshótel

Í tilefni af Hræðilegri helgi verður Glæpa Kviss á Fosshótel. Anna Margrét Pálsdóttir sérleg áhugamanneska um morð og glæpi, treður upp með glæpsamlegum spurningum.

ELSKARÐU MORÐ? Ég ætla rétt að vona ekki, það elskar vonandi enginn morð. En finnst þér morð og aðrir sannsögulegir glæpir áhugaverðir? Liggur þú yfir "true crime" hlaðvörpum og heimildarefni öllum stundum? Getur þú ekki sinnt húsverkum eða sofnað nema með morðhlaðvarp í eyrunum? Ertu gjörsamlega að drukkna úr þvotti af því þú ert að bíða eftir nýjasta morðþættinum og til að geta byrjað að brjóta saman? Ef það kemur ný heimildasería á Netflix um morð/mannshvarf eða annan helberan viðbjóð, kastarðu frá þér öllu og hlammar þér og réttir krökkunum ipad eða hendir þeim í pössun?

Eða bara alls ekki? Finnst þér þetta allt argasta óeðli og lest bara skáldsögur og ljóð, stundar jóga og skíðagöngu eða aðra andlega nærandi hluti og hefur áhuga á eðlilegum hlutum? Hvoru megin sem þú ert ættir þú alls ekki að láta þetta kviss fram hjá þér fara. Það þarf alls ekki að vera sérfræðingur í morðum til að eiga séns á sigri (ekkert verra samt) og öll geta tekið þátt og haft gaman af, mjög ólíklegt að labba út með 0 stig.

Kvissið mun fjalla um sannsögulega glæpi, allt frá léttum þjófnaði yfir í óprenthæfan óhugnað í bland þó við allskonar grín og fíflagang. Öll ættu að geta mætt, skvett í sig jafnvel einum eða tveim og átt skemmtilegt kvöld. Mér fannst mjög gaman í fyrra allavega og líka liðsfélögum mínum sem eru ekki neinir glæpaperrar.

Í hverju liði er best að miða við 2-4 keppendur, ekkert meitlað í stein í þeim efnum. Veitt verða verðlaun fyrir flest stig og einnig fyrir besta liðsnafnið. Hlakka til að sjá vonandi sem flest í hryllilegu stuði!

Kv. Anna Margrét

View Event →
„... og svo bara andsettist hún“ Umfjöllun um andaglas á Íslandi
Feb
17
5:00 pm17:00

„... og svo bara andsettist hún“ Umfjöllun um andaglas á Íslandi

Í tilefni af Hræðilegri helgi í Stykkishólmi verður Dagrún Jónsdóttir þjóðfræðingur með umfjöllun um andaglas, laugardaginn 17. febrúar kl. 17:00.

Andaglas hefur í áratugi verið stundað af ungmennum á Íslandi og er það enn í dag. Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur hefur rannsakað andaglas og safnað reynslusögum íslenskra ungmenna af leiknum.

Afþreyingarefni, fjölmiðlar og flökkusögnur gefa oftast til kynna að andaglas sé hættuleg skemmtun, þar sem allt geti gerst. Andaglas er yfirleitt stundað við kertaljós í myrkri eða á næturnar, í gömlum byggingum eða jafnvel kirkjugörðum. Í "leiknum" skapast ákveðið jaðarástand, þar sem þátttakendur opna gátt á milli heims þeirra lifandi og hinna látnu, þeir sem taka þátt í andaglasinu standa á þröskuldinum þar á milli.

Í erindinu verður fjallað um uppruna andaglass, birtingarmynd þess, flökkusögur og reynslu ungmenna. Einnig verður komið inn á þær reglur sem þarf að fylgja í andaglasinu og hugmyndir og trú þeirra sem taka þátt um hvað það er sem hreyfir glasið.

View Event →
Bókaspjall með Braga Páli og Bergþóru á Sjávarpakkhúsinu
Feb
17
3:00 pm15:00

Bókaspjall með Braga Páli og Bergþóru á Sjávarpakkhúsinu

Dagdrykkja og smáréttir á Sjávarpakkhúsinu á Hræðilegri helgi.

Bókaspjall kl. 15:00 - Bragi Páll fjallar um bók sína Kjöt og Bergþóra Snæbjörnsdóttir fjallar um bókina Svínshöfuð sem meðal annars gerist í Stykkishólmi. 

Kjöt: Sturlaugur var ein skærasta stjarna íslenska myndlistar­heimsins á yngri árum og stefndi á heimsfrægð þegar hann hvarf af hinu opinbera sviði. Fimmtán árum síðar snýr hann aftur með verk sem setur alla heimsbyggðina á hliðina. Bragi Páll hristir hér hressilega upp í lesendum eins og í fyrri bókum sínum með beittum húmor og áleitnum spurningum.

Svínshöfuð: Af hverju fær eldri maður frá Breiðafirði viðurnefnið Svínshöfuð? Kínversk mæðgin koma til Íslands um miðjan tíunda áratuginn. Nýja fjölskyldan á sér gamlar sorgir, sársaukinn liggur kynslóða á milli. Eins og strengur. Sagan fléttast frá upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar með viðkomu á lítilli, breiðfirskri eyju, suðurhluta Kína. Og útverfi Kópavogs. Svínshöfuð er fyrsta skáldsaga höfundar, sem hlaut tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir ljóðabókina Flórída.

View Event →
Hold og blóð – saga mannáts - erindi í Vatnasafni
Feb
17
2:00 pm14:00

Hold og blóð – saga mannáts - erindi í Vatnasafni

Í tilefni af Hræðilegri helgi í Stykkishólmi mun Áslaug Ólafsdóttir fjalla um mannát, en hún er þýðandi bókarinnar Hold og blóð – saga mannáts eftir Ray Tannahill.

Erindið fer fram á Vatnasafninu laugardaginn 17. febrúar kl. 14:00.

Á mannáti hvílir kannski síðasta stóra bannhelgin í nútíma samfélagi. En það er ekki nóg með að mannátið sjálft sé harðbannað og vart nefnanlegt, það þykir nánast svívirða að ýja að þeim mögeika að snæða mannshold. Í bókinni Hold og blóð, saga mannáts, er grafist fyrir um tákngildi þess, merkingu og orsakir sem liggja að baki. Ljósi er varpað á langlífar goðsagnir og venjur, allt frá varúlfum og vampírum til altarissakramentisins, hryllingssagnir og mannætumorðingjar nútímans koma einnig við sögu með hæfilegum skammti af gamansemi.

View Event →
Draugahús á Hræðilegri helgi
Feb
17
1:00 pm13:00

Draugahús á Hræðilegri helgi

Í tilefni af Hræðilegri helgi í Stykkishólmi verður Norska húsið - Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla sett í hræðilegan draugalegan búning.
Það eru krakkarnir í Félagsmiðstöðinni X-ið sem sjá um að hræða okkur.

ATH. Kl. 13:00 er draugahús fyrir börn.
Kl. 16:00 er opið fyrir eldri kynslóðina.

View Event →
Sigurteinn Másson á Fosshótel - umfjöllun og samtal um þekkt íslensk sakamál
Feb
16
8:30 pm20:30

Sigurteinn Másson á Fosshótel - umfjöllun og samtal um þekkt íslensk sakamál

Handritshöfundurinn, fjölmiðla og þáttagerðamaðurinn, Sigursteinn Másson, hefur rannsakað og fjallað um mörg þekktustu sakamál Íslandssögunnar. Þættir Sigursteins eins og, Sönn Íslensk sakamál og Réttarmorð hafa notið gífurlega vinsælda, enda leggur Sigursteinn upp með að koma fram með nýjar upplýsingar varðandi hvert mál, og varpa ljósi á ákveðna þætti sem Sigursteini finnst áhugaverðir.

Óhætt er að segja að rödd Sigursteins er orðin einkennandi fyrir umfjöllun um sakamál á Íslandi, og á föstudaginn fá gestir að hlýða á og eiga samtal við Sigurstein um undirbúnings- og rannsóknarvinnu hans.

Verið óhrædd að spyrja Sigurstein spjörunum úr að umfjöllun lokinni!

View Event →
Morðgáta á Hræðilegri helgi
Feb
16
to 17 Feb

Morðgáta á Hræðilegri helgi

Þann 15. febrúar fór fram brúðkaup Maríu Kúld og Sveins Arnars. 80 gestir, bæði Hólmarar og aðrir annars staðar að á landinu mættu í fallega athöfn í Stykkishólmskirkju og veislu á Fosshótel Stykkishólmi. Kvöldið byrjaði vel en endaði hræðilega. Hin unga móðir og Hólmari, Anna Margrét var myrt hrottalega fyrir framan brúðkaupsgesti. Það er þitt verkefni að komast að því hver sé sá seki.

----

Morðgátan hefst á Fosshótel kl.16:00 föstudaginn 16. febrúar, þar sem Heiðrún og Halldóra taka við skráningu. Til að taka þátt mætir þú ásamt liðinu þínu til að skrá liðið til keppni. Hægt að er að skrá lið föstudaginn kl. 16-23 og laugardaginn kl. 11-14.

Athugið að það eru 2 - 4 saman í liði. Liðið þarf að hafa nafn. Við mælum með að liðið punkti hjá sér og taki myndir af helstu upplýsingum sem gætu nýst við rannsókn á málinu. Vísbendingar geta verið yfirgripsmiklar.

Á Fosshótel verður opinn vettvangur þegar hótelið er opið. Skipuleggjendur verða á svæðinu til að taka við spurningum á föstudegi frá kl.16-23 og á laugardegi frá kl.11-14 og kl. 20. Svörum er síðan skilað til skipuleggjenda áður en Glæpa kviss hefst kl. 20:30. Úrslit verða tilkynnt á þar.

Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir að leysa morðið.
Dómarar og skipuleggjendur morðgátunnar eru Halldóra Margrét og Heiðrún Edda

View Event →
Andaðu - ljósmyndasýning eftir Jónu í Norska húsinu
Feb
15
to 2 Apr

Andaðu - ljósmyndasýning eftir Jónu í Norska húsinu

Nú stendur yfir ljósmyndasýning á svarthvítum listljósmyndum Jónu Þorvaldsdóttur, í Norska Húsinu.

Jóna verður á staðnum með listamannaspjall laugardaginn 30.mars frá kl. 16-18.  Léttar veitingar í boði.

Með ljósmyndaverkum sínum, sem sveipuð eru dulúð og mýkt, er Jóna að miðla áfram því sem hún skynjar og upplifir hverju sinni. Þau endurspegla ekki endilega raunveruleikann eins og hann kemur okkur fyrir sjónir, heldur eru þau ferðalag inn í hugarheim hennar, inní veröld sem hún ímyndar sér.

Þegar hún er að mynda, leyfir hún innsæinu og umhverfinu að vinna með sér, vinnur út frá því sem gerist. Stundum tekur hún myndir einfaldlega vegna þess að henni líður vel á staðnum eða þegar eitthvað ómeðvitað kallar á hana.

„Myndverkin mín eru mín persónulega upplifun innávið en áhorfandinn má túlka þau á sinn veg“.

Jóna hefur gaman af því að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og velta fyrir sér ýmsum formum og verum sem myndast í náttúrunni sem á einu augnabliki geta breyst og horfið.

Í fljótu bragði virðast myndirnar hennar, margar hverjar, vera eingöngu landslag eða form en þegar betur er að gáð, má sjá ýmsum verum bregða fyrir. Það fer allt eftir hvernig hver og einn sér og upplifir myndefnið.

Handverkið skiptir hana miklu máli. Hún framkallar filmurnar sjálf og nýtur þess að handstækka ljósmyndirnar í rólegheitunum í myrkrarherberginu sínu og vinna þær í höndunum. Hver og ein ljósmynd er einstök þar sem stafræn tækni kemur hvergi nærri.

Jóna lærði ljósmyndun í Varsjá í Póllandi og hefur síðan sótt ýmsar vinnustofur og haldið fjölda sýninga.

Sýningin er opin þriðjudaga - laugardaga frá kl. 13.-16.

Nánar: www.jonaphotoart.is og I: jonaphotoart

View Event →
Hræðilegur ratleikur á Amtsbóksafninu
Feb
15
2:00 pm14:00

Hræðilegur ratleikur á Amtsbóksafninu

Í tilefni af Hræðilegri helgi verður settur upp hræðilegur ratleikur á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi dagana 15. og 16. febrúar.

Hægt er að koma í leikinn hvenær sem er á opnunartíma frá 14-17. Sami leikurinn verður í gangi báða dagana.

Leikurinn verður í anda hræðilega þemans en ekki svo óhuggulegur að hann verði ekki við hæfi barna.

View Event →
Glæpa og draugahátið - Hræðileg helgi
Feb
15
to 18 Feb

Glæpa og draugahátið - Hræðileg helgi

Glæpa og draugahátíð - Hræðileg helgi!

Morðgáta, glæpir & draugar í Hólminum 15. - 17. febrúar.

Hólmarar eru búnir að búa til spennandi morðgátu sem þarf að leysa. Hver er fórnarlambið og hver morðinginn? Komdu í Hólminn og leystu morðgátuna!

ATH. 2-3 saman í liði.

Fimmtudagur 15. febrúar

Kl. 14:00-17:00 Amtsbókasafnið

Hræðilegur ratleikur fyrir börn (einnig í boði 16. febrúar).

Kl. 20:00 Norska húsið

Opnun á ljósmyndasýningunni Andaðu eftir Jónu Þorvaldsdóttur.

Kl. 21:00 Narfeyrarstofa

Upphitun - kvöldvaka. Sagnaseiður á Snæfellsnesi, Ragnhildur Sigurðardóttir sögufylgja segir hræðilegar sögur af Snæfellsnesi.  

Föstudagur 16. febrúar

Kl. 14:00-17:00 Amtsbókasafnið

Hræðilegur ratleikur fyrir börn.

Kl. 16:00-23:00 Fosshótel

Hræðilegur atburðir yfirvofandi á Fosshótel. Fyrstu vísbendingu í morðgátunni finnið þið þar, nú getið þið hafist handa við að leysa gátuna.

Morðgátan verður í gangi:

Föstudag: kl. 16:00-23:00

Laugardag: kl. 11:00-20:00

Kl. 18:00-20:00 Narfeyrarstofa 

Tilboð á barnum. Frá kl. 18:30-20:00 mun Sandra Clausen lesa í rúnir og spil fyrir gesti Narfeyrarsofu sem gædd verður dulúð á Hræðilegri helgi. Nú gefst tækifæri að spá um komandi tíma.

Kl. 18:00-21:00 Fosshótel

Hræðilegur sérréttur helgarinnar. Dirty ribs & beer eða Bloody Mary.

Kl. 20:30 Fosshótel 

Sigursteinn Másson - Sönn íslensk sakamál, mannshvörf, spurt og svarað. 

Laugardagur 17. febrúar

Kl. 11:00-14:00 Fosshótel

Skippuleggjendur morðgátunnar verða á staðnum og svara spurningum.

Kl. 12:00-14:00 Narfeyrarstofa

Veitingastaðurinn opinn. 

Kl. 13:00 Norska húsið

Draugahús fyrir börn. 

Kl. 14:00 Vatnsafn

Mannát, Áslaug Ólafsdóttir fjallar um bókina Hold og blóð, saga mannáts, eftir Ray Tanhill, sem nýverið kom út í þýðungu hennar.

Kl. 14:00 - 16:00 Sjávarpakkhúsið

Dagdrykkja og smáréttir. Bókaspjall kl. 15:00 - Bragi Páll fjallar um bók sína Kjöt og Bergþóra Snæbjörnsdóttir fjallar um bókina Svínshöfuð sem meðal annars gerist í Stykkishólmi. 

Kl. 16:00 Norska húsið 

Draugahús í Norska húsinu fyrir fullorðna. 

Kl. 17:00 Norska húsið

„... og svo bara andsettist hún“ Umfjöllun um andaglas á Íslandi í umsjón Dagrúnar Jónsdóttur þjóðfræðings.

Kl. 18:00-21:00 Fosshótel

Hræðilegur sérréttur helgarinnar. Dirty ribs & beer eða Bloody Mary.

Kl. 18:00-20:00 Narfeyrarstofa

Tilboð á barnum.

Kl. 18:00 Frjáls tími, nú eru síðustu forvöð að finna út hver er morðinginn. Minnum á að panta borð á veitingastöðunum.

Kl. 20:00 Fosshótel

Skipuleggjendur morðgátunnar verða á staðnum og svara spurningum, svörum við morðgátunni skilað kl. 20:30 og verðlaunaafhending í framhaldinu.

Glæpa Kviss, Anna Margrét Pálsdóttir sérleg áhugamanneskja um morð og glæpi, treður upp með glæpsamlegum spurningum.

Kl. 23:00-02:00 Skipper

Morðingja lukkuhjól.

View Event →
Bingó Narfeyrarstofu og mfl. Snæfells
Dec
15
9:30 pm21:30

Bingó Narfeyrarstofu og mfl. Snæfells

BINGÓ KVÖLD TIL STYRKTAR MEISTARAFLOKKUM SNÆFELLS!!
Byrum kvöldið í börger & endum á bingói
Tilboð á barnum milli 18:00 - 21:00

Laugardaginn 15. desember kl 21:30 verður Bingókvöld á Narfeyrarstofu til styrktar meistaraflokkum Snæfells!
Það verður stemning í Vínstúkunni og til mikils að vinna svo ekki missa af þessu

Hamborgaratilboð fyrr um kvöldið
Lamba “smash” borgari með rauðlaukssultu, osti, káli, reyktum tómötum, sýrðri gúrku og bernaise.
Kr. 3200.-

Börgerpantanir berist hér: https://forms.gle/j6TcV66Cz6EErABYA

View Event →
Njótum aðventunnar í Hólminum
Dec
15
to 16 Dec

Njótum aðventunnar í Hólminum

Jólabærinn Stykkishólmur býður ykkur velkomin á aðventunni.

Föstudagurinn 15. desember

21:30 Narfeyrarstofa: Bingó kvöld til styrktar mfl. kkd. Snæfells.

Laugardagur 16. desember

10:00-16:00 Hárstofan Stykkishólmi: Hárstofan opin.

11:00-14:00 Prjónakúbburinn og Hjal: Verslanir opnar.

11:00-16:00 Skipavík: Verslunin opin.

12:00-17:00 Kram: Verslunin opin.

12:00-22:00 Skipper: Veitingastaðurinn opinn.

12:00-17:00 Norska húsið: Jólasýning: Er líða fer að jólum.

12:00-18:00 Eir snyrtihof: Jólahofið, jólastemning í Snyrtihofinu. Fallegu jólapakkarnir frá Comfort Zone á 20 % afslætti. Jólagjafabréfin eru á sínum stað. Handanudd - jólatónlist - konfekt og huggulegheit

14:00-17:00 Vinnustofa Tang & Riis: Ingibjörg Ágústsdóttir og Sigríður Erla Guðmundsdóttir, sýningin Sjávarfang.

14:00-16:00 Vinnustofa Önnu S. Gunnarsdóttur (KST): Vinnustofan opin.

13:00-16:00 Gallerí Braggi: Gallerí Braggi opinn.

13:00-16:00 Sæferðir: Verslunin opin.

14:00 Höfðaborg: Jólaball.

16:00-18:00 Skipper: Happy hour, jólakokteilar.

18:00 Skúrinn: Jólaóvissa Skúrsins.

18:00 Narfeyrarstofa: Veitingastaðurinn opinn, borðapantanir á narfeyrarstofa.is.

View Event →