SVÖRTU MÁLVERKIN, myndlistarsýning í Norska húsinu Í tengslum við Hræðilega helgi á Stykkishólmi.
Föstudaginn 14. febrúar kl. 16:00 opnar Halldór Kristjánsson sýninguna Svörtu málverkin í Norska húsinu á Stykkishólmi. Sýningin er hluti af Hræðilegu helginni, árlegri glæpa‑ og draugahátíð bæjarins,
Á sýningunni verða eldri olíumálverk, ásamt nýjum sem hafa ekki áður verið sýnd opinberlega.
Titillinn vísar í svörtu málverkin eftir Francisco Goya, verk sem hann málaði í einangrun og héngu lengi óséð.
Með þessari tilvísun vitna verk Halldórs í þá þá hefð: að skoða myrkur ekki sem hrylling heldur sem innra landslag, rými fyrir óvissu, kyrrð og dularfulla spennu. Líkt og hjá Goya eru það ekki skrímslin sem hræða, heldur það sem kraumar undir yfirborðinu.
Um listamanninn:
Halldór Kristjánsson (f. 1992, Reykjavík) er íslenskur samtímamálari sem vinnur með dularfullt landslag drauma og minninga. Í verkum Halldórs rennur sama hið klassíska og samtímalega, það goðsagnakennda og persónulega, þar sem áhorfendur eru boðnir inn í kyrrt rými hugleiðingar, drauma og óræðrar fegurðar.
Öll hjartanlega velkomin.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Sýningin stendur til 17. mars