Back to All Events

Grýla og hennar hyski - jólasýning Norska hússins


Sýningin Grýla og hennar hyski opnar í Norska húsinu - Byggðasafni Snæfellinga og Hnappæla laugardaginn 29. nóvember kl. 12.

Sýningin fjallar um Grýlu og hennar hyski þar sem fræðast má um allt sem tengist þeirra fjölskyldu sem hefur verið samofin jólunum hjá Íslendingum.

Í tilefni sýningarinnar munu þau Jón Jónsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingar á Ströndum rifja upp næstum því gleymdar sögur um íslensku jólafólin kl. 20:00 (laugardaginn 29.nóvember).

Safnið verður opið alla virka daga frá kl. 13-17 í desember.
Um helgar verður opið frá kl. 12-15.

Jólamarkaður:
Laugardaginn 29. nóvmber kl. 12.-15.
Fimmtudaginn 11. desember kl. 20.-22.
Fimmtudagskvöld 18. desember kl. 20-22.

Earlier Event: 29 November
Línuhátíð
Later Event: 29 November
Jólamarkaðir í Norska húsinu