Í ár eru 80 ár frá því að fyrsta bókin um Línu Langsokk kom út. Í tilefni af því höldum við Línuhátíð þar sem gestum gefst kostur á að spreyta sig á ratleik í anda Línu og föndri í anda Línu. Svo verða að sjálfsögðu veitingar sem Lína hefði verið ánægð með. Þetta er jafnframt fyrsta helgin í aðventu svo það verður smá jólalegur blær yfir dagskránni.
Sjáumst í Línustuði á bókasafninu!