14. febrúar kl. 13:00
Salur Tónlistarskólans í Stykkishólmi
Aldur: 5–12 ára
Tungumál: Íslenska
Aðgangur: Ókeypis og opið meðan húsrúm leyfir.
Er tónlistardraugur í Tónlistarskólanum í Stykkishólmi? Eða dansandi köngulær? Hefur norn lagt álög á allt fullorðna fólkið?
JAZZHREKKUR er tónleikadagskrá fyrir alla fjölskylduna þar sem reiddir eru fram jazztónar byggðir á þjóðtrú um að á tímamótum verði skilin milli mannheims og heims hins yfirnáttúrulega óljós; draugar, uppvakningar, nornir, álfar, huldufók birtast. Sýningin hefur notið mikilla vinsælda víða um land en flytjendur eru Ingibjörg Fríða Helgadóttir söngkona, Sunna Gunnlaugsdóttir píanóleikari og Leifur Gunnarsson kontrabassaleikari sem einnig semur tónlistina.
Ingibjörg Fríða er jafnframt þáttastjórnandi vinsælasta hlaðvarps RÚV í flokki barna- og fjölskylduefnis, Þjóðsögukistunnar, sem fjallar um þjóðsögur og ævintýri. Hún er sögumaður á tónleikunum og fléttar lögin saman við fróðleik og sögur um yfirnáttúrulegar verur, jafnvel einhverjar frá Stykkishólmi og Snæfellsnesi?
Mega gestir hátíðarinnar búast við örlítið hræðilegum, en fyrst og fremst skemmtilegum tónleikum með virkri þátttöku í gegnum klapp, söng og dans.
Hægt er að hlusta á plötuna á öllum helstu streymisveitum undir nafninu Jazzhrekkur!
Tónleikarnir njóta stuðnings Uppbyggingarsjóðs Vesturlands og Lista- og menningarsjóðs Stykkishólms.