Back to All Events

Glæpa Kviss á Fosshótel

Í tilefni af Hræðilegri helgi verður Glæpa Kviss á Fosshótel. Anna Margrét Pálsdóttir sérleg áhugamanneska um morð og glæpi, treður upp með glæpsamlegum spurningum.

ELSKARÐU MORÐ? Ég ætla rétt að vona ekki, það elskar vonandi enginn morð. En finnst þér morð og aðrir sannsögulegir glæpir áhugaverðir? Liggur þú yfir "true crime" hlaðvörpum og heimildarefni öllum stundum? Getur þú ekki sinnt húsverkum eða sofnað nema með morðhlaðvarp í eyrunum? Ertu gjörsamlega að drukkna úr þvotti af því þú ert að bíða eftir nýjasta morðþættinum og til að geta byrjað að brjóta saman? Ef það kemur ný heimildasería á Netflix um morð/mannshvarf eða annan helberan viðbjóð, kastarðu frá þér öllu og hlammar þér og réttir krökkunum ipad eða hendir þeim í pössun?

Eða bara alls ekki? Finnst þér þetta allt argasta óeðli og lest bara skáldsögur og ljóð, stundar jóga og skíðagöngu eða aðra andlega nærandi hluti og hefur áhuga á eðlilegum hlutum? Hvoru megin sem þú ert ættir þú alls ekki að láta þetta kviss fram hjá þér fara. Það þarf alls ekki að vera sérfræðingur í morðum til að eiga séns á sigri (ekkert verra samt) og öll geta tekið þátt og haft gaman af, mjög ólíklegt að labba út með 0 stig.

Kvissið mun fjalla um sannsögulega glæpi, allt frá léttum þjófnaði yfir í óprenthæfan óhugnað í bland þó við allskonar grín og fíflagang. Öll ættu að geta mætt, skvett í sig jafnvel einum eða tveim og átt skemmtilegt kvöld. Mér fannst mjög gaman í fyrra allavega og líka liðsfélögum mínum sem eru ekki neinir glæpaperrar.

Í hverju liði er best að miða við 2-4 keppendur, ekkert meitlað í stein í þeim efnum. Veitt verða verðlaun fyrir flest stig og einnig fyrir besta liðsnafnið. Hlakka til að sjá vonandi sem flest í hryllilegu stuði!

Kv. Anna Margrét