Þrátt fyrir að vera ekki ársgömul ætlar hljómsveitin Skelbót frá Stykkishólmi að troða upp í annað sinn. Nú innandyra og standandi. Á meðan innviðaráðherra hugsar um úthlutun skelbóta hafa hljómsveitarmeðlimir Skelbótar verið að æfa sig í að spila lög á fjölmörgum tungumálum (þ.m.t. tungumáli ástarinnar). Endilega kíktu við og taktu þátt í skemmtana- og menningarlífi Hólmara. Skelbót skipa: Jón Sindri, Gísli Sveinn, Siggi Grétar, Nonni Mæju og Snæbjörn.
Back to All Events
Earlier Event: 25 October
Samsöngur í gömlu kirkjunni
Later Event: 25 October
Svenni Davíðs á Narfeyrarstofu