Sunna Guðný Högnadóttir lítur aftur til BA-ritgerðar sinnar frá 2013 um póstfemínísk viðhorf í íslenskum skvísubókum. Í fyrirlestrinum veltir hún fyrir sér hvernig hugmyndir um kvenleika, frelsi og þrýsting birtust þá – og hvernig þær lifa enn í menningu samtímans, frá Makalaus til samfélagsmiðla.
Það verður boðið upp á léttar skvísulegar veitingar.
Viðburðurinn er styrktur af Bókasafnasjóði og hluti af verkefninu Læsi á stöðu og baráttu kvenna en almenningsbókasöfn um land allt sameina krafta sína undir merkjum verkefnisins í tilefni af Kvennaárinu 2025.