Back to All Events

Nærandi prjónahelgi í Stykkishólmi


Sjávarborg stendur fyrir nærandi prjónahelgi þar sem prjón, jóga, samvera, gleði og góður matur er í fyrirrúmi.

Föstudagur 31. okóber
Bubbluprjón
Kvöldmatur, tómatsúpa með súrdeigsbrauði
Prjónað og hlegið fyrir svefninn.

Laugardagur 1. nóvember
Morgunhressing Prjónajóga, Laufey Ása jógakennari
Brunch, beyglu- og quiche hlaðborð

Kristín Brynja, arkitekt og prjónahönnuður, segir frá einrúm garninu (einrum.is) og tilurð þess. Hvernig hún eftir langt nám, fyrst sem innanhússarkitekt og síðan sem arkitekt, tók upp á því að framleiða garn úr íslenskri ull og silki og snéri sér að hönnun prjónauppskrifta. Kristín Brynja kennir hvernig búa má til tölur með garni sem nýtist við flest verkefni.

Pönnukökur og prjón

Kvöldverður á Sjávarpakkhúsinu (ekki innifalinn í verði)

Sunnudagur 2. nóvember
Morgunhressing Prjónajóga, Laufey Ása jógakennari

Brunch, grilluð brauðsneið með lárperu og salati

Garnverslun í bílskúrnum, kl.13-15
Kristín Brynja verður með úrval af einrúm garni og uppskriftum. Afsláttur af einrúm garni

Prjónakaffi og kveðjustund

Verð 39.900 kr. Einstaklingsherbergi 43.900 kr.

Verslunin Kram, sundlaugin, Norska húsið og Loppu Sjoppan eru opin yfir helgina.

Earlier Event: 23 October
Norðurljósahátíð
Later Event: 29 November
Jólamarkaðir í Norska húsinu