Sökktu þér í þjóðsögurnar um íslensku tröllin og gefðu sköpunargleðinni lausan tauminn þegar þú skapar þína eigin tröllabrúðu úr náttúrulegum og endurnýttum efnivið í þessari vinnusmiðju Handbendis Brúðuleikhúss. Vinnusmiðjunni tekst, með því að nýta sér aðferðafræði sögumennsku og sjónlista, að kynna leikbrúðuhönnun á skemmtilegan og skapandi hátt fyrir fólki á öllum aldri, burtséð frá reynslu. Hentar öllum aldri. Börn yngri en 8 ára verða að vera í fylgd með fullorðnum.
Boðið verður upp á tvær smiðjur. Sú fyrri byrjar kl. 16:00 og stendur til 17:00. Sú seinni er frá 17:15 til 18:15. Ekki er hægt að koma inn í miðja smiðju.