Back to All Events

Bókaspjall með Braga Páli og Bergþóru á Sjávarpakkhúsinu

Dagdrykkja og smáréttir á Sjávarpakkhúsinu á Hræðilegri helgi.

Bókaspjall kl. 15:00 - Bragi Páll fjallar um bók sína Kjöt og Bergþóra Snæbjörnsdóttir fjallar um bókina Svínshöfuð sem meðal annars gerist í Stykkishólmi. 

Kjöt: Sturlaugur var ein skærasta stjarna íslenska myndlistar­heimsins á yngri árum og stefndi á heimsfrægð þegar hann hvarf af hinu opinbera sviði. Fimmtán árum síðar snýr hann aftur með verk sem setur alla heimsbyggðina á hliðina. Bragi Páll hristir hér hressilega upp í lesendum eins og í fyrri bókum sínum með beittum húmor og áleitnum spurningum.

Svínshöfuð: Af hverju fær eldri maður frá Breiðafirði viðurnefnið Svínshöfuð? Kínversk mæðgin koma til Íslands um miðjan tíunda áratuginn. Nýja fjölskyldan á sér gamlar sorgir, sársaukinn liggur kynslóða á milli. Eins og strengur. Sagan fléttast frá upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar með viðkomu á lítilli, breiðfirskri eyju, suðurhluta Kína. Og útverfi Kópavogs. Svínshöfuð er fyrsta skáldsaga höfundar, sem hlaut tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir ljóðabókina Flórída.