Back to All Events

Hold og blóð – saga mannáts - erindi í Vatnasafni

Í tilefni af Hræðilegri helgi í Stykkishólmi mun Áslaug Ólafsdóttir fjalla um mannát, en hún er þýðandi bókarinnar Hold og blóð – saga mannáts eftir Ray Tannahill.

Erindið fer fram á Vatnasafninu laugardaginn 17. febrúar kl. 14:00.

Á mannáti hvílir kannski síðasta stóra bannhelgin í nútíma samfélagi. En það er ekki nóg með að mannátið sjálft sé harðbannað og vart nefnanlegt, það þykir nánast svívirða að ýja að þeim mögeika að snæða mannshold. Í bókinni Hold og blóð, saga mannáts, er grafist fyrir um tákngildi þess, merkingu og orsakir sem liggja að baki. Ljósi er varpað á langlífar goðsagnir og venjur, allt frá varúlfum og vampírum til altarissakramentisins, hryllingssagnir og mannætumorðingjar nútímans koma einnig við sögu með hæfilegum skammti af gamansemi.