Back to All Events

Húlladúllan í Stykkishólmi

GERÐU ÞINN EIGIN HÚLLAHRING Í
STYKKISHÓLMI.

Komdu og hannaðu þinn eigin húllahring undir stjórn Húlladúllunnar! Við skreytum húllahringi með flottum og litríkum límböndum og eignumst þannig frábært leikfang til að
taka með heim! Svo sýnir Húlladúllan flott húllaatriði og kennir okkur allskonar skemmtileg húllatrix.
Athugið að það er æskilegt að tíu ára og yngri mæti í fylgd foreldra eða eldri systkina, sem geta aðstoðað þau við að skreyta hringinn svo hann verði sem best heppnaður.
Þátttakendur greiða efniskostnað sem er 1500 krónur og fá húllahringinn sem þeir gera til eignar. Hringirnir eru settir saman sérstaklega fyrir hvern þáttakanda svo þeir passi sem nýjum
eiganda fullkomlega. Því er forskráning nauðsynleg! Smellið hér til að skrá þátttakendur til leiks: https://forms.gle/7CVHquKqmzsCfA3t5
Smiðjan fer fram í Amtsbókasafninu. Hún hefst klukkan 14:00 og stendur til klukkan 15:30. Sjálf húllahringjagerðin tekur um það bil hálftíma.

Sýningin er partur af Barnamenningarhátíð Vesturlands - Barnó - BEST MEST VEST.

Earlier Event: 26 October
Ljósagull í Stykkishólmi
Later Event: 31 October
Nærandi prjónahelgi í Stykkishólmi