Back to All Events

Ljósagull í Stykkishólmi

LJÓSAGULL

Ljósagull er hugljúft en spennandi ævintýri sem heillar alla fjölskylduna og hentar ungum börnum vel. Húlladúllan flytur frumsamið ævintýri og ljær því líf með tindrandi LED
sirkusáhöldum af ýmsu tagi. Að sýningunni lokinni fá börnin að stíga inn á sviðið og leika að ljósagullum Húlladúllunnar.
Viðburðurinn fer fram í Amtsbókasafninu Stykkishólmi og hefst klukkan 11:30. Sjálf sýningin tekur 15 mínútur í flutningi og leiktíminn á eftir stendur í 45 mínútur. Aðgangur er ókeypis.

Sýningin er partur af Barnamenningarhátíð Vesturlands - Barnó - BEST MEST VEST.

Earlier Event: 25 October
Svenni Davíðs á Narfeyrarstofu
Later Event: 26 October
Húlladúllan í Stykkishólmi